Skýrslutaka stöðvuð - hvað er að gerast?

Sigurður Tómas Ég verð að viðurkenna að ég varð orðlaus og hváði við þegar að góðvinur minn sagði mér þá frétt síðdegis á kaffihúsi að dómari hefði í Héraðsdómi Reykjavíkur hefði stöðvað saksóknara í miðri skýrslutöku. Ætlaði varla að trúa þessu og ég er enn hugsi yfir þessu öllu. Mér telst til að þetta sé nær einsdæmi í íslenskri réttarsögu. Þetta er með öllu óskiljanlegt. Þetta mál er komið út í einhverja vitleysu og dómarinn í þessu máli virðist vera í tómu tjóni.

Maður á varla nokkuð orð til um þetta. Getur verið að dómarinn sé ekki hlutlaus í þessu máli? Allt sem gerst hefur síðustu dagana fær mann hreinlega til að halda að svo sé. Þetta er sorglega ömurlegt hvernig dómarinn kemur allavega fram og þetta nýjasta athæfi hans er með ólíkindum. Það að stöðva saksóknara í miðri setningu er fyrir neðan allt að mínu mati. Hví sýnir hann saksóknara slíka vanvirðu, allt að því fyrirlitningu og dónaskap? Því mátti ekki klára spurningarnar? Lá eitthvað á?

Ég sagði um daginn að þetta Baugsmál væri með ólíkindum orðið þegar að Jóni Gerald var vísað á dyr. Þetta kórónar það gjörsamlega. Það hljóta æði margir að vera hugsi yfir málinu. Ég get allavega varla orða bundist. Það er greinilega ekki allt enn búið í þessu máli. Þetta er allavega dagur stórra tíðinda, svo mikið er víst.

mbl.is Dómari stöðvaði skýrslutöku saksóknara í Baugsmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Samkvæmt fréttum átti þetta talsverðan aðdraganda.  Dómari mun hafa áminnt sækjanda ítrekað að stytta mál sitt og spyrja markvissra spurninga.  Sækjandi var einnig kominn nærri tvo daga fram úr þeim tíma sem hann sjálfur hafði áætlað sér.

Af öðrum dómurum ólöstuðum hefur Arngrímur Ísberg getið sér orð fyrir vandaða dóma auk þess sem hann er mjög virkur og skeleggur í dómssal.  Það mun heldur ekki vera nein tilviljun sem dómstjóri úthlutaði honum þessu verki.  Síðast af öllu skulu menn væna Arngrím um hlutdrægni.  

Það er algengt að sakborningum sé meinað að fylgjast með fyrstu skýrslutöku samsakborninga í dómsal ef dómari telur rök til að það gæti annars spillt dómsrannsókn.  Svo einfalt er það nú. 

Sveinn Ingi Lýðsson, 15.2.2007 kl. 22:39

2 identicon

Dómarinn er ekki mjög vel gefinn, en látum það vera. Þetta er rétt hjá þér. Við búum ekki í réttarfarsríki.

Nú sjáum við til hvað gerist næst. Ok Gestur hefur nú lesið einkatölvupóst. Ég veit núna að ég get lesið mína.

Hvar er þjóðin í þessu máli? Það er áhyggjuefni.

jb

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 22:45

3 identicon

Takk fyrir að  þú ert í það minnsta hugsandi!!

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 23:12

4 identicon

Sveinn Ingi; orð þín standast ekki hvað hlutdrægni varðar.   Ef fréttaflutningurinn af þessu eru sannleikanum samkvæmur þá er þessi maður gjörsamlega vanhæfur.   Þegar þessi dómari var spurður um rök varðandi það að hann vék JGS úr réttarsal, svaraði hann með þjósti að hann þyrfti ekki að rökstyðja sitt mál.   Þetta er til skammar.

Hvað úrræði hefur saksóknari í þessari vonlausu stöðu sem hann virðist vera komin í með augljóslega óvinveittan dómara?   Er hægt að reka manninn með e-u hætti?

Bjarni M. (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 00:37

5 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Sammála! Þó að mér finnist þetta mál vera einn mesti skandall í réttarsögu íslendinga þá er þessi aðgerð dómara skrýtin í meira lagi!

Guðfinnur Sveinsson, 16.2.2007 kl. 01:11

6 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Þegar maðurinn lætur ekki segjast við ítrekaðar áminningar heldur stagast dögum saman á sömu hlutunum eins og fábjáni, kominn langt fram úr öllum tímasetningum og öllu velsæmi, þá endar það auðvitað með því að gripið er í taumana. Annað væri einfaldlega óeðlilegt.

Hlynur Þór Magnússon, 16.2.2007 kl. 01:33

7 identicon

Skil ekki reiði þína í þessu máli kæri Stefán....ég er viss um að dómarinn sé sá sem best veit í þessum aðbúnaði. Hann hefur upplifað margt misjafnt í Baugsmálum, þetta er búið að vera mjög erfitt mál. Ég skil vel að margir séu ósáttir við niðurstöðuna, en Jónína það verða að liggja sönnunargögn fyrir málinu og það þýðir ekki að láta mál ganga eftir sögum.

Benóný (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 03:47

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Miðað við tímann sem saksóknari ætlast til að fá mætti halda að hann væri að sækjast eftir 200 ára fangelsisdómi og þúsund milljarða sekt en ekki 150 ára og 750 milljörðum.

Það er með ólíkindum hvað saksóknarinn ætlast til langs tíma til að koma frá sér málunum og það er enginn furða að dómaranum sé misboðið. Honum er ætlað að sitja í réttinum í 3 mánuði og hlusta á rúmlega 100 vitni útaf þessu máli. Saksóknari virðist ítrekað reyna að rugla sakborninga með því að spyrja þá sömu spurninganna aftur og aftur til að reyna að búa til þversagnir.

Saksóknara virðist fyrirmunað að skilja að þegar málið er orðið svona langdregið hjá honum eru allir löngu hættir að veita því athygli og málflutningur hans er þá farinn að vinna gegn honum sjálfum. Hann þarf því að halda sig við aðalatriði ef hann ætlast til að mark sé tekið á honum.

Það þarf að huga að þeirri staðreynd að málið er fyrir löngu farið að lykta af misnotkun stjórnvalda og almenningur búinn að fá upp í kok af þessu. Virðing fólks fyrir stjórnvöldum bara vegna þessa máls er nú þegar í algeru lágmarki. Það er kominn tími til að stjórnvöld hætti smjörklípuósómanum. Fólk er farið að sjá í gegnum þetta. Svona ofsóknum verður að ljúka.

Haukur Nikulásson, 16.2.2007 kl. 08:33

9 identicon

Hundurinn dómarans er áreiðanlega meðsekur og það ætti að birta mynd af honum á forsíðu Moggans, öðrum til viðvörunar.

Steini Briem (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 10:32

10 identicon

Cactus er ekki viss um þetta allt saman.

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband