Leyndardómurinn um Bónus-kartöflurnar

BónusUm fátt hefur meira verið rætt í dag en rúllandi kartöflur í Bónus, í bakgrunni Sölva Tryggvasonar, fréttamanns, í Íslandi í dag í umfjöllun um verð í lágvöruverslunum hér heima og í Danmörku. Ég verð að viðurkenna að ég tók ekki eftir þessu er ég sá umfjöllunina fyrst en leit á þetta síðdegis þegar að ég heyrði umræðuna um þetta. Ég var svo upptekinn að spá í verðlagi milli þess sem gerist hér og í Danmörku að þetta fór framhjá mér.

Það hefði verið skelfilegt fyrir Bónus hefði verið músagangur þar. Hefði verið vont fyrir orðsporið og það. Þeir geta þó andað léttar enda er ljóst að þetta voru kartöflur en ekki kartöflumús þó. Hún fæst bara í duftpakkaformi þarna semsagt. Lifandi mýs eru því ekki til staðar. Í Íslandi í dag í kvöld var sýnt vel í nærmynd hvers eðlis málið er. Það þarf ekki að efast um eftir þær myndir hvernig allt er í pottinn búið semsagt.

Ég dáist að þeim sem sáu þetta í gærkvöldi meðan að háalvarleg verðmæling fór fram. Þetta fór allavega framhjá mér. Pælingarnar um þetta mál allt í dag hafa verið spekingslegar og lifandi. Skiptar skoðanir voru; sumir töldu þetta mýs og aðrir kartöflur. Það þarf semsagt ekki að rífast um þetta lengur. Kartöflur voru það, mjög vænar meira að segja; kartöflur sem myndu sóma sér sem bakaðar með grillsteikinni.

En já, leyndardómurinn um Bónus-kartöflurnar hefur verið sviptur hjúp óvissunnar og hægt að spá því í einhverju öðru. Við getum því öll sem eitt andað léttar.... með Baugi.


mbl.is Kartöflumús í Bónus?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Fannst þó þessi verðsamanburður ekki sannfærandi þar sem ekki kom fram hvaða búðir voru skoðaðar og samanburð vantaði á flestum stöðum nema milli Íslands og Noregs.

Ester Sveinbjarnardóttir, 21.2.2007 kl. 04:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband