Er VG alvara með netlögguhugmyndinni?

NetlögganFrelsiselskandi fólk kipptist við fyrir skömmu þegar að Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, talaði fyrir einhvers konar netlögreglu með kínversku yfirbragði. Ekki voru ummæli Sóleyjar Tómasdóttur í Silfri Egils um síðustu helgi til að dempa niður umræðuna gegn þessum hugmyndum eða draga úr inntaki þess sem meint var. Sóley er ansi róttækt í femínistatali sínu og mörgum varð frekar brugðið við ummæli hennar, enda er Sóley sem ritari VG einn af forystumönnum þessa flokks.

Ekki get ég sagt að ég sé mjög hrifinn af þessum hugmyndum. Ég varð þó hissa á þessu innleggi í stjórnmálapælingarnar, enda taldi ég slíkar hugmyndir varla eiga sér nokkurn málsvara. En það kemur svosem fátt á óvart úr þessari átt. Steingrímur hefur jú verið forystumaður og þingmaður flokka sem predikað hafa í senn bæði forræðishyggju og frelsishatur í yfir tvo áratugi. Þessi ummæli vekja vonandi einhverja til umhugsunar um það hvernig samfélag Steingrímur J. og sumir fylgismenn hans vilja sjá. Þar er fetað mörg skref til fortíðar og ekki hikað við það í rauninni. Þetta er nakin forræðishyggja sem við sjáum þarna.

Sóley fannst mér ekki færa glæsilega sýn á þessa hugmynd. Hún gekk eiginlega lengra en formaðurinn. Þetta kalla ég eiginlega forræðishyggju. Vill fólk almennt fá svona netlöggu í formi ríkisins, stóra bróður okkar allra, yfir okkur öll á öxlinni þegar að við förum á netið? Viljum við forræðishyggju kraumandi í samfélaginu? Varla, svona í sannleika sagt. Sóley hlýtur að hafa fengið marga frelsissinna eða hugsandi fólk til að spá í fyrir hvað VG stendur almennt í stjórnmálum. Það er allavega ekki fyrir hugsjónir frelsisins. Það kom vel í ljós með þessum hugmyndum.

Það er vissulega eðlilegt að fólk tali málefnalega og heilsteypt á netinu og hagi sér almennilega. Þeim sem brjóta af sér á að refsa. En það á ekki að sía netið með þeim hætti sem þessar hugmyndir fela í sér. Viðbrögðin við netlöggunni hafa verið sterk og greinilega hugsar fólk sitt eftir þetta. Ekki get ég ímyndað mér að VG hafi grætt mikið á frammistöðu Sóleyjar í Silfri Egils. Eða hvað? Það verður fróðlegt að sjá næstu skoðanakönnun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fræðingur

Ég mæli allaveganna með þessum hér fundi fyrir áhugasama.

Fræðingur, 8.3.2007 kl. 00:41

2 identicon

Útúrsnúningar og afbökun?

SJS sagði að koma ætti í veg fyrir dreifingu á efni, sérstaklega eins og klámi á Netinu. Um það deilir enginn, eftir því sem ég best veit. Nokkrir talsmenn flokksins hafa svo reynt að þynna út það sem formaður þeirra sagði í raun en aðrir jafnvel bætt um betur.


En hvað er maðurinn í raun að segja? Jú, hann var að tala um klám og að það ætti að stöðva dreifingu þess hérlendis á Netinu - það er ekki hægt að misskilja það, eða hvað? Um klám eru reyndar engar skilgreiningar til í íslenskum lögum; sitt sýnist hverjum þar.


En hvernig yrði það í framkvæmd ef koma ætti í veg fyrir að Íslendingar geti sótt sér klám á netinu? Jú, það yrði gert með s.k. netsíum, þar sem lokað yrði á allt efni sem SJS er ekki þóknanlegt. SJS hefur fyrirmyndir hvað þetta varðar, m.a. frá Kína, Saudi Arabíu, Íran, Kúbu o.fl.


Nú spyr ég; er ég að snúa útúr með ofansögðu?
Og aftur spyr ég; er ekki þarna um að ræða forræðishyggju af verstu gerð?


Svo er það nú algengt með misvitra stjórnmálamennina (sumir hegða sér oft eins og verstu bessivisserar) að þeir detta í gildrur þegar þeir eru að tala um eitthvað sem þeir hafa í raun ekkert vit á. Síutækni eins Kínverjarnir o.fl. nota, er mjög auðvelt að komast framhjá - það þarf ekki tækniþekkingu til þess.  Hún er s.s. gagnslaus, sem skiptir kannski ekki máli, því við erum fyrst og fremst að ræða hverslags mann SJS hefur að geyma, í raun.

Netinu verður aldrei "ritstýrt" sama hvað afdala forræðishyggju bessivisserar segja.  Það er í heimskulegt að láta sér detta það í hug, hvað þá að segja það.

Rétt er að taka það fram að versta efnið á netinu, þ.e.a.s. barnaklám er ekki að finna á opinberum síðum. Veikir einstaklingar deila slíku efni sín á milli með tölvupósti og skráaflutningi með beintengingartækni (peer-to-peer), þ.e.a.s. einkatölvur þeirra tengjast hver annari. Engin raunhæf leið er til að stöðva slíka dreifingu með netsíum.


Önnur glæpastarfsemi, sem notar netið jafnt sem og aðrar dreifileiðir, hefur ekkert sértakt með netið að gera. Netið getur hins vegar reynst akkur fyrir rannsöknarlögreglumenn, því oft er hægt að rekja slóð á netinu. Það á þó ekki við þegar um þróaða glæpamenn er að ræða, því þeir nota óbrjótanlega dulkóðunartækni - e-ð sem tæknivæddustu öryggisstofnanir heims eins og NSA eða CIA ráða ekki einu sinni við.

Er þetta kannski allt afbökun og/eða útúrsnúningur hjá mér?

Bakvörðurinn (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 01:42

3 identicon

Þeir sem ekki hafa vit á brjóstum hafa náttúrlega ekki brjóstvit. Það segir sig sjálft. Sérfræðingar í brjóstum þurfa þess vegna að hafa vit fyrir okkur hinum, sauðsvörtum almúganum, ef við ætlum að taka upp á að glápa á brjóst, vega þau og meta, til dæmis á Laugaveginum. Hvað má og hvað má ekki. Og hverjir eru þessir sérfræðingar? Jú, lögfræðingar verða hér úr að skera, því samkvæmt hegningarlögunum eru viðurlög við dreifingu kláms hér og einnig neyslu þess að ákveðnu marki. En þar er ekki útskýrt hvað klám sé, þannig að það byggist að sjálfsögðu á brjóstviti lögfræðinga, til dæmis dómara, hvað það er fyrir nokkuð. En erótík og klám er ekki það sama og bæði kynin geta að sjálfsögðu verið klámfengin og framleitt klám, rétt eins og bæði karlar og konur geta verið femínistar, unnið að því að rétta hlut kvenna gagnvart körlum. Ef erótísk mynd birtist af Steingrími J. Sigfússyni í Alþingistíðindum er mjög ólíklegt að einhver gerði athugasemd við það, allra síst femínistar.

 

HINS VEGAR FÆ ÉG EKKI SÉÐ AÐ HEGNINGARLÖGIN BANNI NEYSLU KLÁMS HÉR, EINUNGIS DREIFINGU. ÞEIR SEM SÆKJA HÉR KLÁM Á NETINU, FLYTJA ÞAÐ INN MEÐ ÖÐRUM HÆTTI EÐA BÚA TIL KLÁM TIL EIGIN NEYSLU VIRÐAST ÞVÍ VERA Í FULLUM RÉTTI TIL ÞESS, EF ÞAR ER EKKI UM BARNAKLÁM AÐ RÆÐA. EN ÞUNG VIÐURLÖG ERU VIÐ ÞVÍ AÐ VISTA EÐA HORFA HÉR Á BARNAKLÁM, EINNIG Í HEIMAHÚSUM, EINN EÐA MEÐ ÖÐRUM. (210. grein hegningarlaganna.) HVAÐ ER ÞÁ VANDAMÁLIÐ??!!  

 

Á Netinu er að finna 167 þúsund síður um Netlöggur (internet police) og hér er ein af þeim sem fjallar um Netlöggur á vegum Vinstri grænna í alræðisríkjunum Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu, sem upprættu barnaklámhring nýlega:

http://technology.guardian.co.uk/news/story/0,,2018547,00.html

Steini Briem (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 02:15

4 identicon

Dúa; þú segir ósatt.  Steingrímur sagði það sem "Bakvörðurinn" segir, þ.e.a.s. að hann vilji stöðva dreifingu á efni og þá sérstaklega klámi.   Þú ert sennilega eina manneskjan á Íslandi sem heldur öðru fram.

Ef einhver er með útúrsnúninga hér þá ert það þú.

Þetta er að sjálfsögðu ekkert annað en forræðishyggja af grófasta tagi; eitthvað sem Pútin hefur ekki einu sinni látið sér detta í hug.  

Ég hef engan áhuga og mun aldrei samþykkja frekar en allir frelsiselskandi Íslendingar að láta einhverja misvitra stjórnmálamenn eða embættismenn segja til um hvað ég les eða skoða á netinu - stjórnarskráin, sem er æðri öðrum lögum, tryggir mér að ég má bæði tjá mig og lesa um það sem ég vil.   Ég skil ekki að það skuli vera til fólk á Íslandi á 21. öld sem lætur sér detta svona óskapnað í hug.

Þar að auki, eins og Bakvörðurinn bendir á, þá er það sem Steingrímur Joð benti á óframkvæmanlegt.   Þarna er dæmi um misvitran stjórnmálamann.  Og hann ætlast til að við treystum honum fyrir að hafa vit fyrir okkur! 

Og að lokun þetta:

Dómafordæmi eru ekki lög; enda breytast dómar með tíðarandanum.   Það er ekki hlutverk dómara að setja lög hér á landi.

Bjarni Magnús (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 03:30

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 

Heyrðu,,,,, þessi mynd er alveg meyriháttar, mér finnst kappinn taka sig svakalega vel út á myndinni.

Spurning hvort hann sé ekki í vitlausi jobbi.

Kv. SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 8.3.2007 kl. 08:18

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

Já bönnum klám síu um út síðurnar og blabla bla. Síðan taka menn að loka á eitthvað annað. Síðan eykst þetta meir og meir. Svona síur hafa verið reyndar á rusl pósti. tökum dæmi. Lokað á orðið sex. missum reyndar út allt sem er sænskt með stafinum sex. en þá skrifa menn. se.x eða sexx eða jafnvell seex, se-ex. 

Síun á efni er ritskoðun. Þeir sem eru hlyntir VG og SJS eru hlytnir ritskoðun. Allt tal um barnaklám og að þeir sem eru ekki hlyntir tillögum VG eru með barnaklámi og eru í raun skrímsli. er helvítis útúrsnúningur og rökleysa af verstu sort. VG hefur engan málefnalegan grunndvöll til að verja skoðanir sínar og fer því í skítkast.

En fræðilega séð. Er klámið sem við getum flett upp á netinu, á Íslandi? Það er hýst í USA en skoðað hér. Væri þetta ekki eins og að banna sendingar eða reyna blokka sendingar frá gerfihnöttum?  

Fannar frá Rifi, 8.3.2007 kl. 12:08

7 identicon

 

Dúa;

þú ferð um víðan völl og snýrð útúr eins og þeim er lagið sem hafa slæman málstað að styðja; vita af því, en geta ekki snúið ofan af vitleysunni í sjálfum sér. Þetta er reyndar algengt vandamál hjá þeim sem hlynntir eru forræðishyggju, því eðli málsins samkvæmt þykjast þeir alltaf vita betur en aðrir og þeir sem ekki eru sammála þeim eru vitleysingar, sem þarf að hafa vit fyrir.

Í fyrsta lagi þá segir þú það vera útúrsnúning hjá mér að segja að SJS vilji sía netið og skammta okkur þannig aðgang að því:

Eins og allir sem hlustuðu á SJS á sínum tíma og aðra forkólfa Vg (t.d. ritara flokksins í Silfrinu um síðusutu helgi, þar sem hún staðfesti á einarðan hátt að málið snúist um nákvæmlega þetta, þ.e.a.s. síun eða ritskoðun  - áhugasamir geta séð þetta hér - færið tímastikuna á 54:00 eða 22:00 ef í "full-screen").

Mín skoðun er sú að þetta sé forræðishyggja af verstu gerð.   Hvernig getur þú haldið því fram að það sé útúrsnúningur?   Þarna er ég að ræða um kjarna málsins, þ.e.a.s. hvað SJS sagði og hvað þýðingu það hefur.

Hvað réttarheimildina varðar, þar ert þú áfram með útúrsnúninga og afbakanir.   Fyrir 20 árum síðan var Stöð-2 dæmd fyrir að sýna Danska "rúmstokksmynd", þar sem grín og glens var þemað auk þess sem nokkur brjóst sáust - s.s. blátt af léttustu gerð.   Hvaða dómari myndi gera sig að fífli í dag með því að dæma þetta efni sem klám?   

Stöð 2 var dæmd fyrir að dreifa klámi á Íslandi skv. 204 gr. HL, en eins og Steini Briem bendir á að ofan er ekkert í lögum sem bannar þér að horfa á efni af þessu tagi, enda voru áhorfendur Stöðvar 2 ekki dæmdir í þessu máli.

Annars nenni ég ekki að reyna að rökræða frekar við forpokaðann forræðishyggjusinna eins og þig.  Vísa í fyrstu málgreinina hér að ofan hvað ástæðuna fyrir því varðar.

Bakvörðurinn (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 15:40

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin. Flestir ættu að vita eftir pistilinn hvar ég stend í þessu máli. Ég fer ekki ofan af því að SJS og VG eru að boða netlöggu eða yfirvald í netheimum. Því er ég algjörlega andsnúinn. Mér fannst hann taka mjög afgerandi til orða í þeim efnum. Ekki hefur Sóley mildað það allt saman með orðavali sínu. Þannig að ég tek sérstaklega undir skrif Fannars, Bjarna Magnúsar og Bakvarðarins.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.3.2007 kl. 17:52

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið SigfúsSig. Já, þetta er alveg virkilega góð mynd. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.3.2007 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband