Verður álver Alcan stækkað þrátt fyrir allt?

Alcan Fram hefur nú komið í fréttum að Alcan geti hæglega stækkað álverið í Straumsvík upp í 350.000 tonn, miðað við gildandi deiliskipulag, þrátt fyrir að stækkun hafi verið felld í íbúakosningu í Hafnarfirði á laugardaginn. Þetta er ný og athyglisverð hlið sem þarna kemur fram, enda virðist þessi kosning í Hafnarfirði hafa verið marklaus í raun miðað við þetta.

Það er mjög athyglisvert að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði með skoðanalausan bæjarstjóra fremstan í flokki hafi ekki komið fram með þessa merkilegu staðreynd sem nú er að afhjúpast og var í raun fyrst tilkynnt í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Enda gat Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri, ekki útilokað stækkun af þessu tagi í viðtali í kvöldfréttum fyrir stundu.

Það verður kaldhæðnislegt verði álverið í Straumsvík stækkað þrátt fyrir allt, þrátt fyrir niðurstöðuna á laugardaginn. Það er mikil ábyrgð á herðum Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Fyrst gátu þeir ekki tjáð skoðanir sínar í þessari kosningu og bæjarstjórinn þeirra og kjördæmaleiðtoginn litu út eins og Bakkabræður heldur var staðreynd á borð við þessa ekki borin fram í umræðuna, fyrir kjósendur að vinna úr.

Það verður fróðlegt hversu mikið álverið í Straumsvík muni stækka eftir allt saman, það er alveg klárt nú að stækkun þar er ekki út af borðinu þó að þessi versíón hennar sé það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig stendur á því að hún Rannveig Rist sagði sí og æ að ekkert "plan B" væri til?  Mér sýnist þetta vera eitthvað sem líkist "plan B". 

Thor Thorarensen (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 20:40

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Haldi fólk að Alcan fari að "tapa" fyrir óbreyttum almúganum eru þeir ekki á réttri hiliu. Þetta sem kom fram í fréttum er bara ein leiðin, hin er að hanna nýtt skipulag og ekki láta kjósa um það, stækka bara í meðfram sjónum til suðurs.

Er ekki alveg farinn að sjá neinn sérstakann ávinning af þessarri kosningu fyrir Húsvíkinga fyrr en þeir verða búnir að slá af endanlega stækkun í Hafnarfiði.

Stóð ekki einhverntíma til að byggja stærar álver einhverstaðar á Vatnsleysuströndinni.........ekki er það risið enn....ekki frekar en álver á Húsavík.

Sverrir Einarsson, 2.4.2007 kl. 20:41

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Thor: Mér finnst óþarfi að tala um Rannveigu Rist. Hún er ekki bæjarstjóri í Hafnarfirði, heldur Lúðvík Geirsson. Af hverju komu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði ekki með þennan punkt inn í umræðuna. Þetta er mjög athyglisvert. En auðvitað vill hún stækka fyrirtækið. Það er nú fyrirsjáanlegasti hlutur umræðunnar. En þetta er vandræðalegt mál fyrir Samfylkinguna í Hafnarfirði, enda virðist þessi kosning hafa verið marklaus með öllu.

Sverrir: Ef að þetta er rétt er stækkunin enn á borðinu. Það er alveg augljóst og þá hefur staðan í raun lítið breyst.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.4.2007 kl. 20:58

4 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Held að Lúðvík sé í einhverri sjarmaherferð. Ef menn kíkja á myndbandið af stækkaða álverinu þá eru ekki bara tveir kerskálar aukalega. Stór kersmiðja og skautsmiðja er staðsett á milli gamla og nýja hlutans og það hús kemst ekki fyrir á lóðinni eins og hún er í dag. Það myndi því þurfa að kjósa um nýtt deiliskipulag hvort eð er.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 2.4.2007 kl. 21:02

5 identicon

ÁLVERIÐ VERÐUR EKKI STÆKKAÐ og það hefði heldur ekki verið stækkað, enda þótt deiliskipulagið hefði verið samþykkt með eins atkvæðis meirihluta af Hafnfirðingum, því álverið fær ekki orkuna sem til þarf. Núverandi ríkisstjórn er fallin og eftir mánuð tekur við "vinstri græn stjórn" með Vinstri grænum, Samfó og Ómari eða "hægri græn stjórn" með Ómari, Framsókn og Sjöllum.

Steini Briem (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 21:11

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Lúlli bæjarstjóri eyðar varla peningum í einhverja vitleysu. Og ekki heldur Rannveig Rist því hún heldur líka fast um budduna sína.  Þetta hlýtur því að hafa skipt öllu máli fyrir stækkun.

Björn Heiðdal, 2.4.2007 kl. 22:36

7 identicon

Mér finnst allt í lagi að tala um Rannveigu í þessu samhengi.  Hún sagði blákalt fyrir framan alþjóð að stækkun hinum megin vegarins væri eini kosturinn í stöðinni, svo kemur í ljós að svo er ekki.   

Thor Thorarensen (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 22:37

8 identicon

Ég vil framtíð þar sem hrein orka íslands er virkjuð, vatnsorka, því mun meiri mengun fylgir jarðvarma. Ekki legst ég þó gegn virkjun jarðvarma en kýs þessa forgangsröð. Hvernig orkunni er ráðstafað er svo stóra spurningin. Það skiptir mig litlu hvort það er gert fyrst um sinn í 5-7 álverum, þau eru aðeins 2 starfandi í dag og það þriðja að taka til starfa.  Rafokusamningar renna út og þá er staðan endurmetin og hagstæðra verða leitað á ný.  Auðvitað mun aldrei öll orkan fara í álver. Mikið af orku mun seinna fara til að hlaða rafbíla. Hugsanlegt er að rafgreina vatn til að framleiða vetni fyrir vissar tegundir farartæka eins og flugvélar. Vetnisbílar munu ekki geta keppt við rafbíla - það er einfaldlega betra að nota rafmagnið beint þ.e. hlaða því inná rafgeyma og nota þannig.  Vetni gæti samt orðið góður kostur fyrir flugið þar sem það er orkumikið og létt og rafgeymar vonlausir þar.  Íslendingar munu sífellt meir nýta sér orku landsins til hagsbót fyrir okkur öll.  Sjálfsagt mun álverum fækka seinna meir og annað nýta hina endurnýjanlegu orku en þangað til er tilvalið að byggja nokkur álver og eiga góðar og traustar virkjanir frítt og endurráðstafa svo orkunni þegar hentar.  Þetta er glæsileg framtíð sem við eigum á þessu orkumikla landi okkar og þetta er að gerast í þessari röð.  Auk þess höfum við alls konar þekkingariðnað sem er að blómstra svo þetta lítur bara bærilega út hjá okkur.  Rannsóknarþjónusta Háskólans er ágætt dæmi um slíkt. "Rannsóknaþjónustan er þjónustustofnun fyrir íslenskt þekkingarsamfélag sem aðstoðar við öflun styrkja til þekkingaröflunar, greiðir fyrir hagnýtingu þekkingar og styrkir getu einstaklinga og samfélagsins til að takast á við verkefni morgundagsins." segir á heimasíðu hennar. 

Orka og þekking mynda saman þekkingarorku framtíðarinnar.

kær kveðja

Sveinn

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 23:39

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Jón Kristófer: Já, þeir hjá Samfó í Hafnarfirði eru svolítið hlægilegir, það er ekki hægt að segja annað.

Thor: Rannveig er forstjóri fyrirtækis sem þarf að sækja fram og vill auðvitað geta framleitt meira til að búa til meiri pening. Það var varla við því að búast að hún kæmi með þessar staðreyndir í umræðuna, heldur bæjaryfirvöld í Hafnarfirði. Þar ríkir einn flokkur í meirihluta og mjög öflugum, hafa sjö bæjarfulltrúa af ellefu. Þeirra er vandræðagangurinn enda bar þeim skylda að gera grein fyrir öllu málinu og hliðum þess. Þeir efndu jú til þessarar kosningar. Sé þetta rétt er þessi kosning í raun óttalegt húmbúkk.

Sveinn: Takk fyrir gott komment, sem var gaman að lesa.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.4.2007 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband