Tvö ár frá láti páfans - verđur hann dýrlingur?

Jóhannes Páll II Í dag eru tvö ár liđin frá láti Jóhannesar Páls II páfa. Unniđ er nú ađ ţví innan kaţólsku kirkjunnar ađ hann verđi tekinn í dýrlingatölu og hefur Benedikt XVI páfi, eftirmađur Jóhannesar Páls II, talađ fyrir ţví og í raun opnađi fyrstur allra á ţađ tal, eftir ađ almenningur allt ađ ţví gerđi kröfu um ţađ dagana eftir lát hans í apríl 2005. Frćg voru áköllin um ţađ frá mannfjöldanum sem kom til ađ votta honum virđingu sína er hann lá á virđingarbörum í Péturskirkjunni. Nýr páfi lét hefđir lönd og leiđ og hóf ferliđ fyrr en almennt er gert ráđ fyrir.

Jóhannes Páll II lést kl. 19:37 ađ íslenskum tíma ađ kvöldi 2. apríl 2005, eftir ađ hafa háđ langt og erfitt veikindastríđ. Hann ríkti á páfastóli í tćp 27 ár. Jóhannes Páll II var kjörinn til páfasetu ţann 16. október 1978 og tók viđ embćtti af Jóhannesi Páli I sem ađeins sat á páfastóli í rúman mánuđ, 33 daga. Jóhannes Páll páfi II sat lengst allra páfa á 20. öld og einungis tveir páfar sátu lengur á páfastóli en hann, ţeir Pius IX og St. Peter. Pólverjinn Karol Józef Wojtyla var fyrsti páfinn í 455 ár sem ekki var Ítali. Hann fćddist 18. maí 1920 í smábćnum Wadowice í Póllandi.

Jóhannes Páll II páfi ţótti litríkur páfi og markađi stór spor í sögu kirkjunnar. Hann fór í 104 opinberar heimsóknir og heimsótti 129 lönd. Hann eyddi 822 dögum embćttisferils síns, eđa 2 árum og 3 mánuđum, í ferđir utan Vatíkansins. Hann flutti 20.000 rćđur og ávörp og veitti rúmlega 1.000 áheyrnir í Vatíkaninu sem 17 milljónir og 800.000 manns sóttu. Hann átti fundi međ 1.600 stjórnmálaleiđtogum ţar af 776 ţjóđarleiđtogum. Hann gaf út fleiri grundvallaryfirlýsingar og tilskipanir innan kirkjunnar en áđur hafđi ţekkst og tók 482 menn í dýrlingatölu sem var meira en allir forverar hans höfđu gert í 400 ár.

Jóhannes Páll II var mikill bođberi friđar, ötull talsmađur friđarbođskapar og hans framlag skipti sköpum er kom ađ endalokum kommúnismans og grimmilegs einrćđis sem predikađ var í nafni hans. Heimsókn hans til heimalands síns, Póllands, áriđ 1979, markađi söguleg skref og ţađ er ekkert vafamál á ađ hann var ötull talsmađur gegn kommúnisma í heimalandi sínu. Fyrir páfakjöriđ 1978 hafđi hann veriđ ötull andstćđingur kommúnismans og kjör hans í embćttiđ styrkti mjög baráttu stjórnarandstöđuaflanna í heimalandi hans. Forysta Jóhannesar Páls II á páfastóli hafđi hiklaust áhrif viđ ađ berja kommúnismann niđur í A-Evrópu allri ađ lokum.

Hann réđi ekki yfir herstyrk eđa vopnavaldi en vald hans og áhrif var öflugra en ţađ allt til samans, hann vann á grundvelli trúar og var einlćgur fulltrúi ţess sem kristin trú byggir á. Áhrif hans viđ ađ tjá ţann bođskap var sterkari en allt mannlegt. Hans verđur sennilega helst minnst ţannig.


Myndin međ fćrslunni var tekin 30. mars 2005, ţrem dögum fyrir lát páfans. Ţá kom hann fram í hinsta skipti í glugga herbergis síns í Vatikaninu. Hann var orđinn ţađ veikur undir lok ćvi sinnar ađ hann gat ekki lengur talađ. Á páskum, viku fyrir lát sitt, tjáđi hann sig ekki en gerđi krossmark međ sama hćtti og er viđ ţetta tilefni, er hann kom síđast fram opinberlega.

mbl.is Fyrsta skrefiđ stigiđ í ađ gera Jóhannes Pál II ađ dýrlingi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

JÓHANNES PÁLL II er búinn ađ vera dýrlingur lengi í hugum fólks um allan heim og hann fćr formlegan stimpil á ţađ fljótlega. Viđ Bíbí fórum ađ kíkja á kallinn ţegar hann kom hingađ 3. júní 1989 en ţá var helvíti kalt. Ţá vorum viđ Bíbí báđir á Mogganum en nú er hún Snorrabúđ stekkur og komin út í Móa. Hins vegar ganga kaţólikkar ekki af trúnni, sama hversu oft páfinn hrekkur upp af standinum.

Steini Briem (IP-tala skráđ) 2.4.2007 kl. 19:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband