Lúðvík átti hugmyndina að landfyllingunni

Rannveig og LúðvíkMichel Jaques, forstjóri Alcan, hefur nú staðfest formlega að Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, hafi átt hugmyndina að því að stækka álverið í Straumsvík með landfyllingu, innan við þrem mánuðum eftir að stækkun var felld í frægri íbúakosningu. Það er svosem eðlilegt að bæjarstjórinn og meirihluti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði vilji halda sem mest í Alcan og reyna að tryggja veru þeirra í Hafnarfirði, en samt sem áður koma aðgerðir bæjarstjórans örlítið á óvart.

Það hefur verið hávær orðrómur um það að Lúðvík hafi stutt álverið með áberandi hætti og það hefur staðfest vel í umræðunni síðustu dagana. Það er þó greinilegt að ekki er tekið vel í þessar landfyllingarhugmyndir bæjarstjórans. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og flokksbróðir Lúðvíks, sló þær eiginlega strax út af borðinu og greinilegt er að Alcan horfir í aðrar áttir varðandi framtíðaruppbyggingu.

Þar er greinilega Þorlákshöfn efst á blaði. Það hefur sést vel í dag og verið staðfest nú af Michel Jacques.


mbl.is Engin ákvörðun hefur verið tekin um aðra staðsetningu álvers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hér sannast hið fornkveðna:"Veldur hver á heldur". Hafnfirðingar munu naga sig í handabökin, þegar tekjutapið blasir við, vegna brotthvarfs Alcan úr  bænum.  Þeir geta þakkað bæjarstjóranum sínum niðurstöðuna. Sérkennilegt þegar pólitíska valdið telur sig geta fíflast með atvinnulífið.

Gústaf Níelsson, 22.6.2007 kl. 00:04

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Gott komment Gústaf. Algjörlega sammála hverju orði.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.6.2007 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband