Er aftur komið í tísku að sauma?

Biðröð í saumavélar Einu sinni var engin kona myndarleg húsmóðir á sínu heimili nema að sauma og sýna myndarbrag í saumamennsku. Með árunum hafa tímarnir breyst. Nú virðist vera aftur komið í tísku að sauma, tja allavega ef marka má biðröðina sem myndaðist í Kringlunni í dag er breska fyrirtækið Jerry Fried hóf að selja Necchi saumavélar.

Fannst þessi frétt mjög athyglisverð, enda taldi ég enga sérstaka bylgju vera í þá átt að konur saumuðu. Ég man að ömmur mínar báðar voru miklar saumakonur, áttu saumavélar og sinntu þeim verkum með miklum dugnaðarhætti. Móðir mín verður seint þekkt fyrir saumaskap eða að eyða tíma sínum í saumavélabras. Veit svosem ekki hvernig nútímakonur í dag gera hlutina, en mér finnst margar þeirra ekki líklegar til að standa í biðröð eftir slíkum vélum.

Það er svosem ánægjulegt ef einhver saumamennskubylgja kemur aftur. Það segir þessi eftirspurn eftir saumavélum okkur klárlega.

mbl.is Saumavélar streyma út í Kringlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Hermannsson

var að labba í Kringlunni, sá að það er notaður sleði fyrir kortin hjá fólki, ekki öruggasta aðferðin til að kaupa vöru, fólk ætti að fara í hraðbanka frekar og endilega prófa tækin sem fyrst..... nei ég sel ekki saumvélar né straujárn.

Heimir Hermannsson, 21.6.2007 kl. 17:27

2 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Fyrirgefðu Stefán Friðrik en þú virðist ekki mikið gefinn fyrir þann möguleika að karlmenn saumi líka

Björg K. Sigurðardóttir, 21.6.2007 kl. 17:31

3 Smámynd: Birna Dís

Aðal vandamálið við saumamennsku í dag er það að oft á tíðum er það ekkert sérstaklega hagkvæmt. Efni eru orðin svo dýr að það er yfirleitt bara ódýrara að kaupa flíkina tilbúna úti í búð. 

Birna Dís , 21.6.2007 kl. 18:55

4 Smámynd: Ísdrottningin

Saumaskapur er ágætis útrás fyrirsköpunarþörf.

Ísdrottningin, 21.6.2007 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband