Ekki tjaldsvæði fyrir ungmenni á Akureyri um versló

Ein með öllu Akureyrarbær hefur tekið þá ákvörðun að hætta með sérstök unglingatjaldsvæði á fjölskylduhátíðinni Einni með öllu hér á Akureyri um verslunarmannahelgar. Lögð er áhersla á að hátíðin sé fjölskyldumiðuð að öllu leyti. Tjaldsvæði að Hömrum og hér við Þórunnarstræti verða kynnt sem fjölskyldutjaldsvæði. Ekki verður boðið uppá sérstök einstaklingstjaldsvæði í bænum.

Akureyrarbær mun styrkja samkomuhaldið með undirbúningsvinnu, hreinsun á tjaldsvæðum og annarsstaðar í bænum, akstri strætisvagna til og frá tjaldsvæðum o.fl. Jafnframt mun bærinn veita styrk til hátíðarinnar að upphæð kr. 1.500.000 með því skilyrði að styrknum verði varið til að auka framboð á skemmtun og afþreyingu fyrir börn og fjölskyldufólk og til aukinnar gæslu.

Ég fagna þessari ákvörðun. Það var Akureyrarbæ mjög til vansa að sjá ástandið á þessari hátíð á ungu fólki, sérstaklega á síðasta ári er það keyrði yfir öll mörk. Þetta er hið eina rétta eins og staða mála er orðin, sérstaklega í ljósi þess sem gerðist hér um síðustu helgi. Íbúar hér krefjast þess að málin séu stokkuð upp.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerald Häsler

Kannski maður verði þá í bænum þrátt fyrir allt, var byrjaður að skipuleggja flótta úr bænum með dóttur mína...

Gerald Häsler, 21.6.2007 kl. 22:13

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Gerald. Jamm, nákvæmlega, þetta var að verða frekar svona ömurlegt ástand en vonandi ná menn böndum á það með þessari ákvörðun og betri gæslu almennt. Þetta á að vera fjölskylduhátíð, skemmtileg hátíð fyrir fjölskyldufólk, en ekki sukk og svínarí-hátíð sem helst var minnst fyrir dópsukk og ofurölvun unglinga.

Við getum semsagt verið vonandi glöð heima um þessa helgi ;) Varstu á hátíðinni í fyrra, hvernig fannst þér hátíðin þá annars? Ég hef nú búið hérna í Þórunnarstrætinu lengi og séð ýmislegt en mér fannst hátíðin mun verri í fyrra en 2005. Annars er maður svosem enginn dýrlingur, maður sukkaði hér á Halló Akureyri í denn, en samt held ég að það hafi verið gull miðað við það sem gekk á hér í fyrra hehe.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.6.2007 kl. 22:26

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þetta er alla vega tilraun til þess að breyta ferlinu til hins betra.

Ester Sveinbjarnardóttir, 21.6.2007 kl. 22:59

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Langar að benda á að Færeyskir dagar í Ólafsvík 1 helgina í júlí, hafa verið lagðir niður einmitt vegna gríðarlegs fyllerís unglinga. Fjölskyldu hátíðin varð að unglinga hátið sem nánast lagði bæinn í rúst. En einhverstaðar verða vodnir að vera. Ef þeir hafa sér hátíð fara þeir bara eitthvert annað og safnast þar fyrir. 

Fannar frá Rifi, 22.6.2007 kl. 11:48

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Eydís: Já, vonandi tekst það. Þetta er mikilvægt skref í þá átt.

Fannar: Já, nákvæmlega. Þetta er skelfilegt að eiga við. Ömurlegt að Færeysku dagarnir eru ekki lengur í gangi. Leiðinlegt þegar að svona hliðaratvik eyðileggja annars vel heppnaða bæjarhátíð.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.6.2007 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband