Jóhanna velur Hrannar - skemmtileg kergja

Hrannar B. Arnarsson Það hefur verið mjög skemmtilegt að fylgjast með kergjunni sem blossað hefur upp á vissum stöðum eftir að Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, valdi Hrannar B. Arnarsson sem aðstoðarmann sinn í ráðuneytinu. Það er greinilegt að konur eru mjög fúlar út í Jóhönnu fyrir að velja Hrannar, sérstaklega í ljósi þess að þetta er konan sem varð fyrst vinstrikvenna ráðherra og valdi fyrsta kvenkyns ráðuneytisstjórann, og sumir lykilmenn í flokknum á vissum básum virðast spyrja sjálfa sig: "Jóhanna, hví dregurðu þennan mann í þitt hús!"

Það er svolítið fyndið að fylgjast með þessu. En ég spyr nú bara, er einhver hissa á þessu vali? Hrannar vann ötullega í Þjóðvaka með Jóhönnu og sama gerði mamma hans, Kristín Á. Ólafsdóttir, fyrrum borgarfulltrúi og varaformaður Alþýðubandalagsins, og stjúpi, Óskar Guðmundsson. Þetta val ætti ekki að koma þeim að óvörum sem þekkja eitthvað til Jóhönnu og hennar innstu kjarna. En samt virðist það koma á óvart. Það er svolítið athyglisvert eiginlega.

Hrannar var reyndar auðvitað ágætlega þekktur stjórnmálamaður í denn. Hann var annar aðilinn í pólitíska dúó-inu Arnarsson & Hjörvar sem voru í glampa sviðsljóssins í borgarstjórnarkosningunum 1998. Þrátt fyrir ólgu í upphafi tókst honum loksins að ná sæti í borgarstjórn og sat þar þangað til að hann var látinn gossa í prófkjöri árið 2002. Síðan hefur hann verið til hliðar í flokknum og verið misjafnlega áberandi. Hann hefur t.d. moggabloggast eins og flestir muna vel eftir.

Kjaftasögurnar segja að Jóhanna verði aðeins félagsmálaráðherra í tvö ár. Henni er ætlað að taka við af Sturlu Böðvarssyni haustið 2009 og þá mun sennilega Steinunn Valdís eða Kata Júl fara í Hafnarhúsið sem nýr ráðherra. Það er ansi ólíklegt að þær muni minnast gömlu góðu daganna með Hrannari jafn fallega og Jóka þegar að kemur að vali aðstoðarmanns.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband