Eigum við von á langri röð hryðjuverka í sumar?

Hryðjuverkamaður yfirbugaður í GlasgowAðalfrétt síðustu daga hafa skiljanlega verið hryðjuverkaárásirnar í London og Glasgow og eftirmáli þeirra, sem sýna einbeittan vilja í þá átt að ráðast að vestrænu samfélagi, sama hvað það kostar. Ef marka má stöðu mála má eiga von á röð hryðjuverka í sumar, jafnvel víðar um Evrópu og svo í Bandaríkjunum. Viðbúnaðarstig um allan heim hefur verið hækkað og fylgst er vel með því sem er að gerast í Bretlandi þessa dagana.

Það er auðvitað skelfileg ótíðindi ef það er rétt, sem því miður alltof margt bendir til, að við eigum við á fjöldanum af árásum á næstunni. Tilfellin í Bretlandi sýna og sanna hversu mikil ógn hryðjuverkaváin er í raun. Það tókst sem betur fer að aftengja árásirnar í London, en hefðu þær orðið að veruleika er nær öruggt að mikið mannfall hefði orðið. Það er öllum ljóst miðað við umfang þess sem þar var. Það er alveg ljóst að það sem er að gerast í Bretlandi er ekki bara innanríkismál Breta, þetta er alþjóðleg ógn. Það sjáum við vel af röð hryðjuverka á þessum áratug.

Það er auðvitað algjörlega út í hött fyrir okkur að horfa framhjá þessari ógn. Þessi nýjustu hryðjuverk gerast í þriggja tíma flugfjarlægð frá okkur. Við erum partur af heimsmyndinni og getum ekki sagt að við séum ekki hluti af heiminum í þessum efnum. Ógnin gæti hæglega komið upp hér. Það er auðvitað hin napra staðreynd sem við verðum að taka á.


mbl.is Al-Qaeda skipuleggur stórbrotnar árásir í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Æsifréttamennskan heldur áfram. Bara að kasta nægilega stórum fyrirsögnum fram og fréttamenn gleypa við þeim. 

2000 vandinn, fuglaflensan og núna er verið að hræða okkur frá því að fara út úr landinu. 

Maður verður alveg ónæmur fyrir öllum þessum hræðslu fréttum. 

Fannar frá Rifi, 2.7.2007 kl. 22:37

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég viðurkenni að þetta hreyfir illa við mér. Vona samt það best en hvað veit maður svo sem.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.7.2007 kl. 22:41

3 Smámynd: Kristján Guðmundsson

Mikið er ég sammála honum Arngrími hérna fyrir ofan mig, halda skrýlnum hræddum svo léttara sé að stjórna honum

Kristján Guðmundsson, 2.7.2007 kl. 23:10

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Sammála Arngrími.. ég trúi ekki orði af þessum svokölluðu sigrum á terroristum..  PR stunt af bestu gerð frá upphafi til enda.. 
Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af þessum fréttum og það að básuna að væntanleg séu löng röð slíkra óhæfuverka .. er eins og að garga í hænsnakofa.. minkur minkur (á hænumáli ).. einungis til þess að skapa óróa þegar ekki er neitt að gerast í stríðinu gegn terrorismanum nema tap og aftur tap í íraq..

Óskar Þorkelsson, 2.7.2007 kl. 23:39

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Fannar: Þetta er sönn ógn. Það er mjög einfalt mál. En hinsvegar þarf að taka á henni með réttum hætti. Það er ekki rétta leiðin að láta þessi hryðjuverkaöfl stjórna okkur. Bretar hafa haldið áfram og lifa sínu lífi, gerðu það sumarið 2005 og gera það nú. Það er ekkert annað hægt.

Ásdís: Þetta hreyfir við manni. Þetta er allavega ógn sem er ekki hægt að líta framhjá.

Arngrímur: Ég er algjörlega ósammála. Þetta er ógn dagsins í dag. Hún hefur átt sér stað um allan heim. Það er staðreynd að saklaust fólk er drepið í hryðjuverkatilræðum um allan heim. Það er sönn ógn, en ekkert grín. Ég læt ekki stjórnmálamenn stjórna lífi mínu, en hinsvegar er ekki hægt annað en að hugsa um þessa ógn þegar að hún er komin svo nærri. Ég var í London 7. júlí 2005 þegar að hryðjuverkið var framið og hefði þess vegna getað lent í þessu í neðanjarðarlestunum, þar sem ég fór um daginn áður. Það kalla ég sanna ógn og ekkert annað. Vil að auki benda á að Tony Blair er ekki lengur við völd. Gordon Brown heldur ekkert öðruvísi á málum en hann.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.7.2007 kl. 23:40

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hin sanna ógn er bandaríkjastjórn.. ég óttast GW bush miklu meira en einhverja "ímyndaða" terrorista !
Það er ekki meira um sprengjutilræði í dag 2 júlí 2007 en var 2 júlí 1973...  Held að þú sért svolítið paranoid Stefán.

Óskar Þorkelsson, 3.7.2007 kl. 00:27

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Öll hryðjuverkaógn er af hinu vonda. Það er mjög einfalt mál.

Ég get ekki litið á hryðjuverkasamtökum rétthærri en réttkjörin stjórnvöld í lýðræðisríkjum. Þau hafa umboð landsmanna sinna. Það er auðvitað þeirra verkefni að vernda landsmenn og bæta öryggi þeirra. Það á ekki að vera eðlilegt að ráðist sé að saklausu fólki og það drepið unnvörpum með hryðjuverkum.

Vil nú vísa því pent á bug að ég sé paranoid. Ég held að ógnin blasti við flestum og það er algjör fjarstæða að horfa framhjá henni. Öll helstu stjórnvöld í heiminum líta hryðjuverkaógnina alvarlegum augum og hafa hert eftirlit til muna. Þetta er veruleikinn sem við lifum við í dag og við verðum að mæta því.

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.7.2007 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband