Lífið í skugga Söngva Satans

Padma og Salman Rushdie Það eru orðin átján ár síðan að Salman Rushdie stuðaði múslímaheiminn með eftirminnilegum hætti og ritaði bókina Söngvar Satans. Í kjölfarið var hann dæmdur réttdræpur af Ayatollah Khomeini, erkiklerki og trúarlegum þjóðhöfðingja írönsku klerkastjórnarinnar, og lifði í skugga þeirra örlaga mjög lengi, en hefur komið meira fram undanfarin ár. Það voru svo sannarlega líflegir tímar.

Það eru orðin sextán ár síðan að ég tók mig til og las þessa bók. Merkileg lesning. Eflaust spyrja einhverjir sig hvernig í ósköpunum ég hafi nennt að lesa akkúrat þessa bók á fermingarárinu. Jamm, ég var eflaust það sem einhverjir kalla mjög spes unglingur. Ekkert svosem meira um það að segja, hehe. En bókina las ég og hún stuðaði mig auðvitað ekki eins og múslímana og hún var svolítið lærdómsrík lesning, þó ég hafi skilið vel að hún hafi stuðað.

Hef reyndar oft hugsað um hvernig að þessum aumingjans manni hafi liðið með dauðadóm frá múslimum á bakinu og líf á flótta í raun í áraraðir. En vissulega varð hann heimsfrægur í kjölfar þessa máls og öðlaðist eflaust meiri frægð með þessari einu bók og viðbrögðum við henni en öllu öðru. Þó að fórnarkostnaðurinn hafi eflaust verið mikill með bókinni varð hann mun þekktari en ella hefði orðið.

En bókina væri kannski ágætt að rifja upp aftur. Fannst þó ekkert alltof spennandi, en það væri kannski viss lærdómur að rifja hana upp aftur. Þetta er allavega bók sem gleymist ekki í bráð. Til þess hefur hún verið of umdeild og höfundurinn sem hefur haft múslímana á hælum sér árum saman notið glampa sviðsljóssins of lengi.

Nú hefur Salman Rushdie verið aðlaður. Það hefur varla fyrr gerst en konan, 24 árum yngri, er farin frá honum. Þau eru oft hlægilega skemmtileg þessi hjónabönd aldursmunar.

mbl.is Skilnaður í kjölfar aðalstignar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það er mikið lagt á einn mann - þetta var bráðhugguleg kona.

Benedikt Halldórsson, 2.7.2007 kl. 21:14

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Já það er ábyggilega erfitt að vera í hjónabandi þar sem annar aðilinn er aldarfjórðungi eldri eða yngri. mér finnst stórfurðulegt að múslimar geti ekki tekið þessu ég meina 18 ár síðan að bókin kom út!  Hvað má fólk af öðrum trúarbrögðum segja? kristni er endalaust rökkuð niður, ekki eru  menn "wanted dead or alive" fyrir það um alla ævi. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 2.7.2007 kl. 21:27

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Skítt með aldursmunin, hún er gördjös !

Sævar Einarsson, 2.7.2007 kl. 21:46

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Benedikt: Jamm heldur betur. :)

Guðrún: Algjörlega sammála, mjög vel ritað.

Sævarinn: Ekki spurning, þetta er algjör skutla. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.7.2007 kl. 22:18

5 Smámynd: Upprétti Apinn

Rushdie var ekki aðlaður, heldur sleginn til riddara.  Hann er semsagt Sir Rushdie, en ekki Lord Rushdie.  Riddaratign er talsvert neðar á skalanum en Lávarðatign.  Þetta fékkst þú líkast til úr mbl.is sem kann ekki að þýða enska texta.

Upprétti Apinn, 4.7.2007 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband