Mýrin hlýtur kristalshnöttinn - glæsilegur árangur

Mýrin Mýrin, stórfengleg kvikmynd Baltasars Kormáks eftir þekktri sögu Arnaldar Indriðasonar, var sigursæl á Karlovy Vari-kvikmyndahátíðinni í kvöld og hlaut kristalshnöttinn, hvorki meira né minna. Þetta eru ein virtustu kvikmyndaverðlaun Evrópu og þetta er því auðvitað mjög glæsilegur árangur - umfram allt þó mjög gleðilegur.

Mýrin hefur slegið í gegn víða síðan að hún var frumsýnd fyrir tæpu ári. Hún var sigursæl á Edduverðlaununum í nóvember 2006 og hlaut fimm verðlaun, þar á meðal sem besta mynd ársins og fyrir leik Ingvars E. Sigurðssonar í hlutverki Erlends Sveinssonar, rannsóknarlögreglumanns. Ingvar fór á kostum í hlutverkinu og varð Erlendur, hvort sem við höfðum áður séð hans týpu í karakternum eður ei.

Ég var virkilega ánægður með Mýrina þegar að ég sá hana í október og skrifaði þá þessa ítarlegu umfjöllun um hana. Þjóðin hefur með því að fjölmenna í bíó sýnt það með skýrum hætti að hún vill framhald á. Öll viljum við sjá bækur Arnaldar lifna við. Það er vonandi að fleiri bækur um Erlend, Sigurð Óla og Elínborgu verði kvikmyndaðar.

Tengdar greinar SFS
Mýrin sigursæl á Eddunni - Ingvar besti leikarinn

mbl.is Sigurinn á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni kom Baltasar Kormáki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég samgleðst þeim hjónum og öllum sem stóðu að þessari mynd. Hún er hrein snilld og þau verðskulda þetta sannarlega. Góð grein hjá þér :)

Ásdís Sigurðardóttir, 7.7.2007 kl. 21:45

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir góð orð Árni. Ég hef eiginlega alla tíð haft miklu meiri áhuga á kvikmyndum en nokkru sinni stjórnmálum. Hef skrifað alltof lítið um þessi mál og mun fara að bæta eitthvað úr því. Það er alltaf gaman að skrifa um kvikmyndir.

Takk fyrir góð orð Ásdís mín um greinina. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.7.2007 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband