Þekkt sem óþekkt pör gifta sig á táknrænum degi

BrúðhjónÞað er merkilegur dagur sem brátt endar. Dagsetningin 07-07-07 er táknræn og skemmtileg. Í dag hafa margir gift sig, bæði þekkt sem óþekkt pör, og fjölmörg börn hafa fæðst um allan heim og íslensku börnin sem komu til sögunnar í dag eignast flotta kennitölu og verða í sjöunda himni yfir henni eflaust alla ævi.

Ætli að þekktasta brúður dagsins sé ekki glamúrgellan Eva Longoria úr sjónvarpsþáttunum Desperate Housewifes. Hún gifti sig í Frakklandi. Það hefur eflaust ekki verið jafnmikil biðröð á eftir prestinum sem gifti hana og þeim hér á landi, sem jafnvel giftu allt upp í sjö pör í dag. Eða það er kannski erfitt að fullyrða það. Hér í Akureyrarkirkju gengu sex pör í það heilaga. Það voru því margar fjölskyldur sem glöddust hér í dag.

Mér skilst að veðrið hafi ollið einhverjum vonbrigðum fyrir sunnan, sumir hættu við sem ætluðu að gifta sig skv. fréttum fyrir nokkrum dögum. Hér var alveg ágætisveður í dag, en það hefur oft verið skárra auðvitað. Þetta var fjarri því besti dagur sumarsins.

En þetta er sólríkur dagur í hjörtum þeirra sem giftu sig væntanlega - gildir þá einu hvort það séu heimsþekkt kvikmyndaleikkona og maður hennar, nú eða brúðhjón við nyrsta haf.


mbl.is Longoria hunsaði aðdáendur sína á brúðkaupsdaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

VIð skulum svo bara vona að bandið haldi og að þekkt sem óþekkt pör verði ekki óþekk. Næturkveðja norður.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.7.2007 kl. 00:19

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér persónulega finnst að Stebbi ætti að toppa Ellý. Hvaða áhugi er þetta á tvíræðum sögum.? Er fólk ekki að lifa spennu og gaman í eigin lífi? ég persónulega les Ellý aldrei. Bara Stebba

Ásdís Sigurðardóttir, 8.7.2007 kl. 01:21

3 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég frétti af einni sem er búin að panta prest, kirkju og sal, þann 07092013 semsagt 7, 9, 13 en vandamálið er að hún á eftir að finna kallinn. Hú hefur svo sem góðan tíma eða heil 6 ár

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 8.7.2007 kl. 11:33

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin og góð orð. Varðandi topplistann. Ég hugsa aldrei um hann, mér finnst gaman að þessu bloggi og það er mér ánægjulegt meðan að aðrir nenna að lesa og vilja kommenta. Enda virkilega gaman að kynnast nýju fólki.

Frábært komment hjá þér Ella. Það er aldrei ráð nema í tíma er tekið, er það ekki annars?

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.7.2007 kl. 12:55

5 Smámynd: Anna Steinunn Þengilsdóttir

Hæ Stebbi

Við hjónin vorum einmitt í brúðkaupi hér á Norðurlandinu í gær, það var ekki nóg með að dagsetningin væri flott heldur var tímasetningin alveg brilliant líka, klukkan 7 (að kvöldi) Yndislegt brúðkaup í hæglætisveðri, dýrindismatur og skemmtun, akkúrat eins og það á að vera.

Bestu kveðjur

Anna Steinunn

Anna Steinunn Þengilsdóttir, 8.7.2007 kl. 13:27

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentið Anna Steinunn. Þetta hefur verið yndisleg veisla og gleðileg stund heldur betur. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.7.2007 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband