Risavaxið mongólskt brúðkaup í Kína

Brúðhjónin Það var mjög merkilegt að sjá góða klippu á vef BBC áðan frá brúðkaupi hæsta manns heims, sem giftist helmingi yngri konu og sem nær honum aðeins í mittismál. Sérstaklega er sláandi að sjá þessa mynd, sem hér er til hliðar, af brúðhjónunum. Ég hafði nú heyrt af hinum 56 ára gamla Bao Xishun, en hann hefur verið hæsti maður heims um nokkuð skeið, en barðist lengi fyrir því að hljóta þann sess frá Guinness-heimsmetabókinni og hlaut hann loks fyrir rúmu ári.

Það hlýtur að vera skelfilegt líf - jafnvel hrein bölvun - að vera svo hávaxinn, enda þrengir það lífsskilyrðin mjög og lífsins tækifæri ennfremur. Hinsvegar hefur Bao verið lengi í sviðsljósi fjölmiðla sökum sérkennis síns, ekki ósvipað því sem að Svarfdælingurinn Jóhann Kristinn Pétursson upplifði á ævi sinni, en hann var reyndar meginþorra ævi sinnar notaður sem hreint og beint sirkusdýr. Bao hefur þó getað notað athyglina öðruvísi og mun meir sér í vil.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig að gangi í þessu brúðkaupi. Mér skilst að hann hafi auglýst á alheimsvettvangi eftir maka og í gegnum það kynnst Xiu, konu sinni, sem er aðeins 29 ára. Þetta virka allavega mjög ólík hjón og víst er að þau þurfa að yfirvinna risavaxin vandamál áður en yfir lýkur eflaust.

mbl.is Hæsti maður heims giftir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þau líta svoná út eins og feðgin á myndinni. En samt gaman fyrir hann að hafa eignast konu.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.7.2007 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband