Þrekvirki í Laxárgljúfri

Það er óhætt að segja að björgunarmenn hafi unnið mikið þrekvirki í Laxárgljúfri í nótt þegar að 24 ára karlmanni var bjargað. Laxárgljúfur eru í senn djúp og þröng og aðstæður til björgunar eru mjög erfiðar. Það fór því svo sannarlega betur en á horfðist, enda er þetta hvorki besti né heppilegasti staðurinn til að falla á göngu.

Þegar að ég heyrði fyrst fréttirnar af þessu í morgun átti ég von á að þessi maður hefði hreinlega slasast mun verr, enda er 70 metra fall vægast sagt mikið. Það virðist svo sannarlega hafa farið betur en á horfðist.

mbl.is Haldið sofandi á gjörgæsludeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Björgunarmenn Íslands eru einfaldlega hetur og snillingar.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.7.2007 kl. 12:43

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hafið þér komið í Laxárgljúfur? Talandi af svona miklu innsæi um staðinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.7.2007 kl. 15:03

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Erfitt er að launa þau verk sem björgunarsveitir inna af hendi

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 26.7.2007 kl. 18:31

4 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Sjálfur fór ég ekki á slysstað en beið eftir frekari fyrirmælum í Hjálparsveitarhúsinu í Garðabænum. Slysið var tilkynnt um hálf tólf í gær og var búið að kalla út sveitir nálægt slysstaðnum um þrem mínútum seina. Björgunarsveitir á Höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út tíu mínútum seinna en þyrla Landhelgisgæslunar var gerð klár á sama tíma, en nokkrir undanfarar af Hbs fóru með henni á slysstað eins og kunnugt er.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 26.7.2007 kl. 18:45

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Jón Steinar: Ég hef aldrei farið í Laxárgljúfur, en ég hef séð myndir þaðan og veit alveg hvernig gljúfrið er. Vissi um leið og ég heyrði af þessu hverjar aðstæðurnar við björgun myndu vera, enda er gljúfrið þröngt og djúpt. Það er svo sannarlega þrekvirki hversu vel gekk við þessa björgun og mikil mildi að ekki enn verra fór fyrir þeim sem lenti í slysinu.

Daníel: Takk fyrir þessa lýsingu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.7.2007 kl. 19:07

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir þessi góðu skrif Stefán. Þessi maður sem lenti í þessu er skyldur mér og þykir mér vænt um að sjá greinar sem þessar. Guð geymi þig og blessi Stefán.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.7.2007 kl. 20:37

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir góð orð Guðsteinn.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.7.2007 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband