Besti vinur aðal fylgir Degi í Ráðhúsið

Guðmundur Steingrímsson Það kemur engum að óvörum að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hafi ráðið Guðmund Steingrímsson, varaþingmann, sem aðstoðarmann sinn. Hann er fornvinur hans úr pólitísku starfi og trúnaðarmaður til fjölda ára á ýmsum vettvangi, þeir voru í forystusveit Röskvu saman á háskólaárunum og vinna saman innan Samfylkingarinnar. Auk þess er Dagur auðvitað ævisagnaritari föður hans, Steingríms Hermannssonar, fyrrum forsætisráðherra. Val Steingríms á ævisagnaritara vakti athygli fyrir áratug, þrátt fyrir vinskap hans við soninn.

Ég vil annars óska Degi til hamingju með borgarstjórastöðuna. Þó að við séum ekki sammála um öll pólitísk mál finnst mér það vissulega mjög ánægjulegur áfangi að stjórnmálamaður á hans aldri sé orðinn borgarstjóri í Reykjavík. Dagur er yngsti borgarstjórinn frá tímum Davíðs Oddssonar, en hann var að mig minnir 34 ára er hann tók við borgarstjóraembættinu vorið 1982, en Dagur er 35 ára gamall.

Næstu mánuðir verða sannarlega eldskírn fyrir hinn unga borgarstjóra, enda fjögur ólík framboð í meirihluta og það verður erfiðara verkefni fyrir Dag að halda utan um hópinn en fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að halda utan um R-listann í tæpan áratug, þar til að hún reyndar gat ekki lengur ráðið við það verkefni. Í svo erfiðum verkefnum skiptir eflaust máli að hafa traustan vin á kontórnum, besta vin aðal.

mbl.is Nýr aðstoðarmaður borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jóhannsson

Hver verður aðstoðarmaður/kona aukaborgarstjórans, eða var það staðgengill.

Guðmundur Jóhannsson, 18.10.2007 kl. 01:37

2 identicon

Haha þetta er ágætt

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 15:46

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég held að þessi vinaráðning komi fáum á óvart.

Óðinn Þórisson, 18.10.2007 kl. 17:10

4 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Varla ætlast menn til að hann fái óvin eða andstæðing í djobbið?

Tryggvi L. Skjaldarson, 18.10.2007 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband