Aðdáunarverðar hetjur í Sinfóníunni í Írak

Sinfó í Írak Það er aðdáunarvert að fylgjast með hugrekki Sinfóníuhljómsveitar Íraks í miðjum hita átaka og sprengjuhótana í landinu. Hún heldur ótrauð áfram að spila þrátt fyrir ástandið og leikur Strauss með glans og sóma. Þessi manneskjulega saga færir okkur yndislega og mannúðlega sýn á stöðuna í Írak.

Baráttan þar fyrir lýðræði og uppbyggingu er lykilatriði í öllum þrengingum sem þar eiga sér stað. Hvað svo sem okkur finnst um veru Bandaríkjamanna þar á lýðræðisbaráttan að vera lykilatriði í öllu öðru sem gerist í Írak. Vonandi tekst að marka veg til lýðræðisþróunar og farsæls mannlífs í þessu hrjáða landi.

Þrátt fyrir að Írakar hafi í fyrsta skipti í hálfa öld nýlega fengið tækifæri til að kjósa milli flokka í þingkosningum; hafði val til að kjósa og gat kosið án ógnar einræðisafla og ógnarstjórnar sem ríkti með harðri hendi, er staðan lítið breytt. Þar ríkir enn vargöld og ógn. Þrátt fyrir hótanir og sýnileg verk hryðjuverkaafla um að reyna að eyðileggja lýðræðisstarfið í Írak mun það vonandi ekki takast.

Fréttin um hetjurnar í Sinfóníuhljómsveitinni færir okkur notalega sýn á mannlegan kraft þarna og það er vonandi að tónar þessarar hljómsveitar fái að óma út yfir allar hættur og sprengjuskelfingar.

mbl.is Hugrakkasta hljómsveit í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sagði ekki Davíð fyrir 3 árum að það væri orðið mjög friðvænlegt í Írak einungis smá skærur í 5 héruðum af 800, algör friður og ró í hinum 795?   mig minnir að það hafi verið eitthvað á þá leið.

Sigurður Þórðarson, 30.10.2007 kl. 22:12

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þessi uppbygging hefur tekið lengri tíma en nokkrum óraði fyrir. Það var reyndar alltaf vitað að þetta yrði erfitt verk. Einræðisherrann hélt ólíkum öflum niðri með kúgun og valdboði og viðbúið að þegar að ógnarafli hans lyki myndu öflin leika lausum hala um allt. Þetta er skelfilegt ástand en við eigum að vona að hægt verði að byggja þar lýðræði, þó erfitt sé. Andstæðingar lýðræðis eru hvergi sýnilegri en í Írak tel ég.

Stefán Friðrik Stefánsson, 30.10.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband