Vopn og fíkniefni finnast hjá Fáfnismönnum

Sérsveitarmenn að störfum Það er óhætt að segja að lögreglan hafi komist í feitt við húsleit í félagsheimili bifhjólafélagsins Fáfnis í dag. Þar hefur verið lagt hald á vopn og fíkniefni. Verklag lögreglu er til fyrirmyndar að mínu mati. Ef vaki lék á málum þurfti að fá stöðuna fram í dagsljósið og kanna það betur. Það eru skuggahliðar á þessum bransa og greinilega margt annað gert í svona félagsskap en að þeysa á bifhjólum.

Mikið er talað um mögulega yfirvofandi komu meðlima Hells Angels hingað til lands í ellefu ára afmælishóf Fáfnis. Það eru nokkur ár síðan, sennilega fimm til sex, síðan að mikið var fjallað þá um komu fulltrúa danskra bifhjólamanna, sem hafa verið mjög umdeildir og var þeim vísað úr landi með hraði.

Mér finnst Hells Angels lítið hafa hingað að gera og fagna því að lögreglan taki á þessu máli fljótt og vel. Árangur húsleitarinnar segir allt sem segja þarf um stöðuna í þessum geira.

mbl.is Lögreglan lagði hald á vopn í félagsheimili Fáfnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stefán skrifar: Það eru skuggahliðar á þessum bransa og greinilega margt annað gert í svona félagsskap en að þeysa á bifhjólum.

Ég vil bara benda á að þessi settning setur allt bifhjólafólk undir sama hat og er ekki réttmæt að mínu mati. Ég drekk ekki, ég nota ekki fíkniefni og ég geng ekki um með vopn né lem fólk. 
En ég ek um á bifhjóli og finnst þetta frekar óréttlát í minn garð

Edda (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 09:21

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæl

Ég er að tala um þann hluta geirans sem er í þeim bransa sem um er að ræða í þessu tilfelli, það sem var gert upptækt. Er alls ekki að fullyrða að allt bifhjólafólk sé óheiðarlegt og vona að fólk taki því ekki þannig. Það eru svartir sauðir í flestum félagsskap og leiðinlegt að þeir hinir heiðarlegu séu settir undir sama hatt og hinir. Það á ekki að gera. Vil bara taka þetta skýrt fram.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.11.2007 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband