Vítisenglafrú ákveður að vera áfram á Íslandi

Vítisengill á Íslandi Það vekur athygli að því sé slegið upp sem frétt að vítisenglafrú hafi ákveðið að vera áfram á Íslandi. Kannski er það frétt að hún fari inn í landið makalaus, en varla þarf að fjalla sérstaklega um ferðalag hennar til landsins. Hún var aldrei handtekin í málinu og beinist því málið sem slíkt auðvitað ekki af henni. Það er bara vonandi að hún njóti þess að vera á Íslandi, svo lengi sem það annars verður.

Það verður ekki annað séð en að aðgerðirnar hafi gengið vel á Keflavíkurflugvelli. Það er alveg ljóst að þeir vítisenglar sem ætluðu sér að koma til landsins um helgina hafa hætt við ferðina eftir að hinir átta voru handteknir, enda blasti við að tekið yrði eins á máli þeirra.

Jóhann Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, tjáði sig vel um málið í kvöldfréttum og fór yfir sína hlið þeirra mála. Það hafa með þessu verið send afgerandi skilaboð til vítisengla um hug íslenskra stjórnvalda til þeirra.

mbl.is Eiginkona Vítisengils varð eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Mér datt nú í hug að henni hafi fundist þetta kærkomið tækifæri til að losna við "engilinn" nema hún ætli að ganga erinda hans hér á landi.

Þóra Guðmundsdóttir, 4.11.2007 kl. 00:16

2 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Mér finnst þetta ótrúleg upp ákoma og í raun alveg ótrúleg sýndarmennska. Að öllum líkindum hafa hinir sem ætluð sér að komast komið inn í landið. Það var frægt að þegar Jón Trausti lendi í átökum við lögregluna og á meðan þá löppuðu allir gestirnir hans óáreittir til landsins.

Einhvern tíman lendi ég óvart í einhverju mótorhjólapartýi hjá Fáfni á Grand Rokk, þar var fullt af erlendum ófrínilegum mótorhjólamönnum. Þeir litu ekki út fyrir að vera með hreinasakaskrá, spurning hvort sýndar löggæslan á keflavíkurflugvelli hafi gleymd sér á vakt í það skipti.

Einnig var frægt að rússneska mafían leigði NASA á sínum tíma til partý halds. Spurning hvort Jóa B hafi verið boðið í partýið svo hann hafi ekki haft ástæðu til sýndar löggæslu. 

Þetta mál er allt hið fyndnasta, sýnir í raun tindátaleika lögreglunar best.

Ingi Björn Sigurðsson, 4.11.2007 kl. 10:38

3 identicon

Sé það rétt að Vítisenglar komist til landsins ásamt öðrum glæpagengjum eins og þú skrifar Ingi Björn, bendir það til þess að efla þurfi upplýsingaöflunardeild lögreglunnar. Þ.e. greiningardeildina.

Við búum við töluverða fötlun hér á landi, þar sem ekki er fyrir hendi almennileg öryggislögregla.

Ég get hinsvegar engan veginn líkt þessu við tindátaleik. Enda hefur enginn verið brytjaður í spað.

Ég hef á tilfinningunni að þeir sem eru sífellt að tala um tindátaleiki hafi aldrei leikið sér með tindáta í alvörunni (eins og til er ætlast a.m.k.)

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 04:50

4 identicon

Hvernig lítur einhver út fyrir að vera með hreina sakaskrá? Mín sakaskrá er því miður ekki hrein og ég var að velta því fyrir mér hvort fólk sæi það á mér?

Jóna Jóns (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 07:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband