Forljótur bikar fyrir íþróttamann ársins

Margrét Lára með bikarinn Það er ekki hægt að segja annað en að bikarinn sem er afhentur íþróttamanni ársins sé forljótur. Fann eiginlega til með Margréti Láru að hampa þessu ferlíki rétt eins og Guðjóni Vali í fyrra, er hann tók fyrstur við nýja gripnum. Var mjög undrandi yfir þessu í fyrra. Einhvernveginn hafði farið framhjá mér útlit nýja bikarins þá og ég var gapandi af undrun er afhendingin fór fram. Ekki var það síðra í ár.

Nýji bikarinn er svo skelfilegur að maður á varla nógu góð orð til að lýsa honum. Hann er samansettur úr efnum sem engan veginn eiga samleið og heildarmyndin verður stór og klunnalegur bikar sem virðist því miður ekki vera líklegur til að haldast önnur 50 ár milli þeirra sem fá titilinn.

Í samanburði við hinn gamla góða bikar er þetta eiginlega ótrúlegt kúltúrsjokk, svo maður finni eitthvað almennilegt orð. Semsagt, orð dagsins til samtaka íþróttafréttamanna er: skiptið um bikar og með det samme sko.

Eruð þið annars ekki sammála mér?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég er sammála því að þessi skúlptúr er skelfilegur ásýndum í sjónvarpi. Einhver hafði á orði hér heima hjá mér við afhendinguna að þetta væri meira eins og útilistaverk og er ég ekki frá því að það sé nokkuð til í því. Mér finnst líka ónútímalegt að hafa verðlaunagrip sem er nýr í samhverfu formi.

Hvernig er það, er þetta ekki gripur sem verðlaunahafinn á að fara með heim til sín?

Edda Agnarsdóttir, 29.12.2007 kl. 01:17

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég er sammála þér Stefán, þetta er sá allra ljótasti verðlaunagripur sem ég hef séð. Ég hreinlega átti ekki til eitt einasta orð yfir því þegar ég sá þennan grip fyrir ári síðan. Þeir hljóta hafa fengið vel greitt fyrir það að hafa fengist til þess að nota þetta skrípi

Páll Jóhannesson, 29.12.2007 kl. 01:22

3 identicon

Ég er alveg sammála þér Stefán. Þetta er það almesta hnoð sem ég hef séð um dagana. Hef furðað mig á að það sé enginn sem talar um hvað þessi gripur er hroðalega ljótur. Það er allt í lagi að gagnrýna bækur, myndlist og leiklist en sumir hlutir eru hreinlega yfir það hafnir. Þar á meðal byggingalist. Hvers vegna er ekki opinber gagnrýni í blöðum á nýjar byggingar líkt og á aðrar listgreinar? Og hvað er í gangi með stærðina á þessum grip? Var engin heilbrigð skynsemi eða krafa um fagurfræði höfð að leiðarljósi þegar fyrirbærið var skapað?

Pétur Gautur (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 01:25

4 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Já þetta var agalegt að sjá. Ég vona bara hennar vegna að hún þurfi ekki að hafa þetta skrímsli heima hjá sér í heilt ár!

Vilborg Valgarðsdóttir, 29.12.2007 kl. 01:29

5 identicon

Alltaf þurfa að koma apaheilar sem þurfa að sjá það neikvæða í öllu. Mér fannst frábært að sjá ML með verðlaunagripinn stóra. Ég væri alveg til í að hafa svona ferlíki heima í stofu ef að það minnti mig á þennan heiður. 

Samgleðjist  MLV í stað þess að að bölsótast yfir einhverri hönnun verðlaunagrips

Guðjón (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 03:22

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Algjörlega sammála þér Stefán. Á myndinni er Margrét Lára eins og sendibílstjóri að flytja húsgögn, með þetta í fanginu. Kemst þetta nokkuð í venjulegan fólksbíl? Væri spaugilegt að sjá 35 kg. þunga fimleikastúlku taka við þessu einhverntíma. Þeir losa sig ekki við þetta fyrr en einhver slasar sig á þessu

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.12.2007 kl. 08:05

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Algjörlega sammála þér Stefán - forljótur bitar sem vonandi var verið að afhenda í síðasta sinn.

Óðinn Þórisson, 29.12.2007 kl. 10:09

8 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

hehe.. er samt ekki frekar verðlaunagripur, því það er engin bikar á topi á þessum undarlega grip

Ingi Björn Sigurðsson, 29.12.2007 kl. 11:08

9 Smámynd: Turetta Stefanía Tuborg

Ég samgleðst Margréti Láru innilega en mér finnst þessi verðlaunagripur SAMT alveg hræðilega ljótur.Ég held að það hafi ekkert með gáfnafar að gera að maður sjái ekki fegurðina í þessum óskapnaði!

Turetta Stefanía Tuborg, 29.12.2007 kl. 12:36

10 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sammála

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 29.12.2007 kl. 14:05

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég og minn kæri erum 100% sammála þér. Höfðum einmitt á orði þegar var verið að endursýna jörið í fyrra, kvílíkur skaðræðis gripur þetta hefði verið og vonuðumst til að menn mundu nú sjá að sér. Hvar á að geyma svona grip? maður spyr sig.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.12.2007 kl. 14:34

12 Smámynd: Gísli Gíslason

Fallegt og ljótt eru afstæð hugtök og mjög huglæg. 

Bikarinn er sérstakur, sammála því en hann er eftirminnilegur og ólíkur öllum öðrum bikurum.   Man einhver hvernig gamli bikarinn leit út???  Ég skil vel að fólk setji spurningarmerki við bikarinn, en ég held að hann verði tekinn í sátt.   Mikilvægast er að við eigum frábæra íþróttamenn eins og Margréti Láru til geyma þennan bikar fyrir okkur.  Ættum því frekar að samgleðjast henni frekar en að setja út á útlit bikarsins. 

Gísli Gíslason, 29.12.2007 kl. 15:11

13 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Ég verð að vera sammála þér Stefán, það er ekki hægt að segja annað en að hann sé forljótur, ég man þegar að verið var að kynna þennan nýja bikar og mér brá vegna þess hve ljótur hann er.

Ég hef haft mikinn áhuga á arkitektúr og hannað fjöldamörg hús mér til gamans þar á meðal sólpall sem var byggður, og sem áhugaarkitekt verð ég að segja að þessi bikar er hreint ekki fagur.

Auðbergur D. Gíslason
14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 29.12.2007 kl. 15:28

14 identicon

Ég samgleðst alveg innilega með Margréti Láru með titilinn en hún á samúð mína alla að hafa þurft að taka á móti þessum hryllingi. Aumingja stúlkan var alveg í vandræðum með að taka á móti gripnum og það skein svo innilega út andliti hennar þegar hún hefði átt að ljóma af gleði. 

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 15:35

15 identicon

Birki úr Valgaskógi væri vænna. Áramótakveðjur...gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 15:50

16 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir öll kommentin. Gott að við erum flest sammála.

Er ekki að ráðast að Margréti Láru eða Guðjóni Val með þessum skrifum, enda voru þau bæði mjög vel að titlinum komin nú og í fyrra. Er að finna að þessum bikar sem er forljótur og ekki viðeigandi. Þetta er risavaxinn bikar sem hentar ekki og á að skipta út.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.12.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband