Svandís Svavarsdóttir valin maður ársins

Svandís Svavarsdóttir Það kemur ekki að óvörum að Svandís Svavarsdóttir sé valin maður ársins 2007. Hún stóð sig mjög vel í REI-málinu í október og lék stórt hlutverk í atburðarásinni sem leiddi til falls meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík. Hún var ásýnd hins heiðarlega í hinu skítuga spillingarmáli sem kennt var við REI, þar sem kaupréttarsamningar og einkavinagreiðar voru á báða bóga. Það var mjög ljótt mál. Svandís varð í hugum fólks leiðtoginn sem vann gegn hinu óheiðarlega.

Það var eiginlega óskiljanlegt að Svandís skildi ekki notfæra sér lykilstöðu sína í því sem tók við með falli meirihlutans með því að verða sjálf borgarstjóri í Reykjavík. Það hefði verið eðlilegast að hún hefði orðið borgarstjóri í nýjum meirihluta sem var myndaður. Í hugum flestra var enda Svandís sigurvegarinn í málinu og sópaði til. Þetta er þó tvíeggjað sverð fyrir hana, enda ákvað hún að fallast í faðma með Birni Inga Hrafnssyni sem var lykilmaður í spillingarfeni REI-málsins og fylkja liði með honum. Hafa þau verið að stíga taktfastan tangó síðan og vilja bæði stjórna dansinum.

Svandís hlýtur að teljast valdamest í nýja meirihlutanum þrátt fyrir að vera ekki borgarstjóri. Hún heldur á mikilvægustu valdataumunum og getur verið örlagakarakter nýja meirihlutans. Fyrst eftir myndun meirihlutans töldu margir Björn Inga Hrafnsson stóra sigurvegara málsins. Aftur á móti er hann lokaður inni núna með vinstriöflunum og hefur ekki í önnur skjól að venda. Falli meirihlutinn er hann dæmdur til minnihlutasetu enda mun Sjálfstæðisflokkurinn ekki treysta honum framar. Þannig má segja að Ólafur F. Magnússon og Svandís Svavarsdóttir séu í oddastöðu og geti spilað meira sóló og minnt á kraft sinn.

Ég tel að næsta ár verði ekki síður örlagaríkt í borgarmálunum en það sem senn líður í aldanna skaut. Vinstrimeirihlutinn er mjög brothættur og má ekki við neinu í raun. Þar geta hin minnstu átök fellt hann. Þarna eru fjögur öfl með minnsta mögulega meirihluta, svo að tæpt telst það. REI-listinn er enginn R-listi. Það blasir við öllum. Þar var tekið saman höndum án málefnasamnings og haldið í vegferð út kjörtímabilið án veganestis í málefnaformi. Það hlýtur að teljast erfið vegferð.

Svandís er orðin lykilpersóna í íslenskum stjórnmálum. Það mun koma að því fyrr en síðar, tel ég, að hún verði leiðtogi VG á landsvísu. Eðlilega er það orðin ein stærsta spurning íslenskra stjórnmála hvenær að Steingrímur J. yfirgefi sviðið og hætti, enda fór hann illa út úr stjórnarmyndunarfléttunni í vor, og Svandís taki við forystu flokksins, enda er hún sterkasta leiðtogaefni hans, skelegg og ákveðin eins og faðir hennar, sem var einn helsti leiðtogi vinstrimanna á síðustu áratugum.

Finnst blasa við að henni sé ætlaður lykilsess í stjórnmálum. Óska Svandísi til hamingju með titilinn og vona að hún standi sig áfram í málefnum Orkuveitunnar og fari ekki að kóa með vitleysunni sem hún barðist áður gegn. Svandís hefur risið upp sem fullskapaður leiðtogi á skömmum tíma og hún gæti orðið einn sterkasti leiðtogi vinstrimanna á landsvísu fyrr en síðar ef hún stendur sig áfram í borgarmálunum.

mbl.is Svandís maður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég tek undir þetta, óska Svandísi til hamingju.
Hvernig þróun mála verður svo í Borginni, kemur auðvitað bara í ljós.

Kolbrún Baldursdóttir, 31.12.2007 kl. 16:34

2 Smámynd: Sigurjón

Hún sló sig til riddara, meðan aðrir voru ekki jafn háværir.  Það er ekki merkilegur pappír í mínum bókum.

Sigurjón, 31.12.2007 kl. 17:18

3 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Sigurjón: Nú hafa allir hinir slegið hana til riddara líka...

erlahlyns.blogspot.com, 31.12.2007 kl. 17:33

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Hver er munurinn á íslenska hestinum og íslenskum femínisum?

Íslenski hesturinn hefur fimm mismunandi gangaa.  Íslenski femínistinn hefur tvo ganga;

1) frekjugang

og

2) yfirgang.

 Kv. Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 31.12.2007 kl. 17:39

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

hvar hefur krossför Svandísar endað núna? lokuð í einhverri nefnd. Stefán mér þykir þú gefa henni frekar mikið credit fyrir lítinn árangur.

Hún hóf krossferð sína og ætlaði að ráðast og leggja að velli Björn Inga. Núna hefur hún laggst með honum og sannleikurinn um allt REI málið verður látið gleymast í nefnd.  

Fannar frá Rifi, 1.1.2008 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband