Freyja er mađur ársins

Freyja Haraldsdóttir Ađ mínu mati er hetjan Freyja Haraldsdóttir mađur ársins. Ég kaus hana í vali Rásar 2 og var eiginlega ađ vona ađ hún myndi ná titlinum. Rétt eins og hetjan Ásta Lovísa, bloggvinkona okkar allra, náđi hún ekki titlinum, en Ásta var önnur í kjörinu fyrir ári. Mér fannst ţađ mjög leitt ađ Ásta Lovísa vann ekki ţá, enda var ég stoltur af hugrekki hennar og krafti í erfiđu stríđi. Ađ henni var mikill sjónarsviptir er hún lést í maílok og ţađ var mikil sorg yfir blogginu á dánardegi hennar.

En Freyja bloggvinkona er hetja ţessa árs. Ég hef dáđst mjög ađ henni síđustu misserin. Freyja hefur ađ ég tel vakiđ okkur öll til umhugsunar um málefni fatlađra, hvort sem er međ útgáfu bókar sinnar, Postulín, eđa međ fyrirlestrum sínum víđa. Hún hefur ţrátt fyrir fötlun sína tekiđ ţátt í hinu daglega lífi og lćtur ţađ ekki stöđva sig í ţví ađ reyna ađ nýta tćkifćrin sem lífiđ hefur upp á ađ bjóđa.

Las rétt fyrir jólin bókina Postulín, bók eftir bloggvinkonur mínar, ţćr Freyju og Ölmu Guđmundsdóttur. Ţađ var sterk og góđ bók sem á ađ vera skyldulesning fyrir okkur öll. Ađ mínu mati var ţetta áriđ hennar Freyju og hún er í huga mér mađur ársins.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband