Lýst eftir ungu fólki

Mér finnst það eiginlega orðið sláandi hversu algengt er orðið að auglýst sé eftir ungu fólki, flestu á aldrinum 14-18 ára. Eftir nokkra klukkutíma leit eða örfáa daga finnast krakkarnir eða koma sjálf heim oftast nær. Eflaust eru margar langar sögur á bakvið hvert tilfelli. En það er ekki hægt annað en hugsa aðeins þegar að það gerist að jafnvel fimm ungmenni hverfi á rúmlega vikutímabili og spyrja sig að því hvað sé eiginlega að gerast í samfélaginu, hvort að þau séu í einhverri ógæfu eða vilji hreinlega fara að heiman vissan tíma.

Það eru svosem engar nýjar fréttir að fólk hverfi. Stundum hefur eitthvað gerst, slys eða aðrar aðstæður, sem valda því að ungt fólk kemur ekki heim. Þegar að óregla eða ógæfa dynur yfir hefur það gerst að ungt fólk er komið í svo mikið öngstræti að það stingur af. Það er ekki nema von að spurningar um hvert tilfelli vakni. En mér finnst þetta farið að gerast svo oft, jafnvel að leitað sé dögum saman að ungu fólki.

Vonandi mun ganga vel að finna þennan strák. Það hlýtur að vera skelfilegt að vera í þeirri stöðu að eiga ættingja sem finnst ekki og ekki er hægt að ná sambandi við. Gildir þá einu hverjar aðstæðurnar eru, enda er mjög óþægilegt og dapurlegt að eiga ástvin sem finnst ekki og það hlýtur að vera skelfilegt að horfast í augu við.

mbl.is Lýst eftir 17 ára pilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Ég fagna því að lýst sé eftir fólki fyrr en síðar, því sjálf hefi ég mátt þurfa vera í þeim sporum að bíða eftir því að ákvörðun væri tekin um að lýsa eftir mér nákomnum aðila á sínum tíma sem mér fannst allt of seint þá.

Vona reyndar að hér sé um að ræða vitundarvakningu sem nær bæði til ungra og eldri í voru samfélagi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.1.2008 kl. 00:32

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin Guðrún mín. Er alveg sammála þessu, það er mikilvægt að taka vel á málum strax og auglýsa eftir fólki, sé einhver önnur hegðun en venjulega og fólk kemur ekki heim á tilsettum tíma eða eitthvað er öðruvísi en á að vera. Hef sem betur fer aldrei lent í þessum aðstæðum, þetta hlýtur að stinga í hjartastað að vita ekki hvar einstaklingur sem manni þykir vænt um finnst ekki.

Fannst þetta dapurlegast um daginn er leitað var að stráknum sem hvarf í Reykjavík, sem fannst svo síðar látinn. Það er mjög erfitt að horfast í augu við svona ferli og hlýtur að vera mjög markandi reynsla fyrir hvern sem er. Fann mjög til með fjölskyldu þessa stráks sem dó um daginn.

Það eru ýmis vandamál í samfélaginu. Þó að það sé dapurlegt að sjá auglýst eftir fólki er mikilvægt að finna það fljótt og vel. Þetta hefur breyst, ef eitthvað óeðlilegt er er strax farið í auglýsa eftir því. Þetta er rétt stefna, en samt mjög dapurlegt að upplifa í okkar fámenna samfélagi svo oft á skömmum tíma.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.1.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband