McCain á sigurbraut - töggur í mömmunni

Roberta McCain Mér sýnist flest benda til þess að John McCain verði forsetaefni repúblikana í nóvember og marki þar með söguna sem elsti maðurinn sem hefur möguleika á Hvíta húsinu. Fyrir nokkrum vikum hafði Rudy Giuliani tögl og hagldir, yfirgnæfandi stöðu í könnunum, á meðan að framboð McCain virtist á fallanda fæti. Það hefur nú snúist við með stórmerkilegum hætti.

Flestir telja Giuliani búinn að vera, hann sígur í öllum fylkjum og hefur misst flugið í landskönnunum. Sú djarfa strategía hans að sleppa baráttunni í fyrstu fylkjunum í baráttunni, stóla á að slagurinn yrði enn opinn þegar að kæmi að Flórída, og fókusera þess í stað á það fylki, virðist ætla að verða ein sú glataðasta í seinni tíma stjórnmálasögu. Kannanir sýna vel að hann er að hrapa í fylgi í fylkinu og þar verði slagurinn milli McCain og Romney. Tapi Giuliani illa þar á þriðjudag er þessu lokið - það er ekki flóknara. Þvílíkt stjörnuhrap.

Annars finnst mér stóra stjarnan í liðssveit McCain þessa dagana vera mamma hans, Roberta McCain. Það er töggur í þessari öldnu kjarnakonu, sem hátt á tíræðisaldri, er á fullri ferð með kosningamaskínu sonarins, ferðast um landið og kemur fram með honum og einnig í viðtölum. Og þar fer ekki hin heklandi amma sem talar rósahjal um fjölskylduna og pólitík, onei þar er kona með skoðanir og talar hreint út. Var alveg magnað að sjá hana tala hreint út í viðtali um stuðning forystu repúblikana við son hennar.

Hún var ekki að skafa utan af því og sagðist ekki hafa séð hann enn, en bætti við með glotti að það væri kannski stutt í hann. Ef að sonur hennar tekur Flórída myndi ég fara að búast við því allavega. Þetta er eiginlega sönn og tær stjarna og það sem meira er að hún vekur athygli og hefur greinilega mikil áhrif á vissa hópa í baráttunni. Fjölmiðlarnir virðast dýrka hana og hún er sífellt meira áberandi. Enda skrambi skemmtileg og orðheppin. Þetta er sannarlega ein af hinum sönnu hvunndagshetjum.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Giuliani... eða hvernig sem maður skrifar þetta, er ekki byrjaður. Einhvern veginn hef ég tröllatrú á að sá maður vinni þetta! 

John McCain er auðvitað snarruglað kvikyndi, sem segir að það gangi frábærlega í Írak, og ekkert hafi komið upp á... hmmmm

Sveinn Arnarsson, 25.1.2008 kl. 21:22

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Svenni: Hefði helst viljað að Giuliani hefði tekið þetta. En hann gerði stór mistök að taka ekki fyrstu fylkin, fara í alvöru baráttu þar, og stóla á Flórída. Á meðan gátu hinir frambjóðendur fengið byr í seglin með sigrum í fyrstu fylkjunum og koma með þann styrkleika með sér þangað. Giuliani hefur gert stórmistök og stendur og fellur með Flórída. Ef hann tapar þar er þetta erfitt eða nær vonlaust.

LF: Það virðist vera að aldur skipti ekki máli. Nái McCain útnefningunni er það allavega augljóst.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.1.2008 kl. 04:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband