Átti að brjóta Ólaf F. niður með skrílslátunum?

VÞV og ÓFMÉg verð var við að sífellt fleiri spyrja sig þeirrar spurningar hvort að skrílslætin í Ráðhúsinu fyrir tveim dögum hafi ekki verið sett fram til að reyna að brjóta niður Ólaf F. Magnússon, borgarstjóra, og koma í veg fyrir að nýr meirihluti tæki við völdum. Sumir þeirra sem voru á pöllunum fóru þangað með þá von að skrílslætin myndu verða til að koma í veg fyrir meirihlutaskiptin. Var það þá ekki Ólafur sem var verið að ráðast að?

Velti þessu fyrir mér hér í gær. Sumir þeirra sem kommentuðu þar beindu þessu sérstaklega að mér. Er ég þó fjarri því fyrsti bloggarinn sem kem með þessar pælingar. Sú sem fyrst kom með þessa pælingu var Salvör Gissurardóttir. Seint verður hún talin til mestu stuðningsmanna Ólafs F. Magnússonar, DF-meirihlutans né flokksforystu Sjálfstæðisflokksins, þó vissulega sé hún systir Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, vék að þessu í gærkvöldi ennfremur á vef sínum. Ástæðan fyrir því að ég tók það upp er vissulega sú að ég tel að þetta hafi átt að vera sálfræðihernaður, fyrst og fremst gegn Ólafi.

Það vakti mikla athygli mína þegar að ég sá fundinn í beinni og eiginlega mun frekar síðar á vefvarpi Ríkisútvarpsins að mest var kallað og öskrað þegar að Ólafur F. Magnússon stýrði sem forseti borgarstjórnar fundinum og allt datt niður þegar að hann gekk úr sal, greinilega mjög langt niðri vegna þessara skrílsláta sem fóru langt fram úr því að vera mótmæli. Aftur reis þetta upp þegar að kom að kjöri borgarstjóra og tilkynnt var um að Ólafur F. hefði verið kjörinn. Þá reyndar fór þetta út yfir öll mörk. Það átti að hleypa upp fundinum, koma í veg fyrir almennileg skoðanaskipti kjörinna fulltrúa.

Gera átti fundinn að einu allsherjar kaos. Sumir vilja meina að stólað hafi verið á að löggan bæri fólk út. Allt var þetta leitt af stjórnmálaflokkunum sem voru að missa völdin og stuðningsmanni Margrétar Sverrisdóttur. Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, og læknir nota bene, sat álengdar greinilega glottandi yfir því að Ólafur F. komst úr jafnvægi við öskrin, sem fóru alltof langt, enda var persónulegum svívirðingum og hreinu ógeði dælt á hann. Orðavaðallinn fór langt yfir öll mörk. Það er ekki óvarlegt að telja að þarna hafi átt að brjóta Ólaf F. niður.

Sé tekið tillit til þess að þetta er maður sem nýlega hefur sigrast á geðsjúkdómi er þetta ekki óvarlegt mat og engin furða að þessu sé velt upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jææja Stebbi minn.... Nú býst ég við að þú segir að Spaugstofan séu vinstri menn og ætli að brjota Ólaf F niður.... Þú ert orðinn nokkuð blindur og einsýnn á flokkslínuna

Jón Ingi Cæsarsson, 26.1.2008 kl. 20:19

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Slefburðurinn heldur áfram. Það er engu líkara en að sumir talsmenn Sjálfstæðisflokksins treysti á hið gamla húsráð:

Ef að lygin er endurtekin nógu oft fer fólk að trúa henni.

Theódór Norðkvist, 26.1.2008 kl. 20:33

3 Smámynd: Paul Nikolov

Ég verð að játa að mér fannst það frekar ósmekklegt og ómálefnalegt að heyra og lesa færslur og athugasemdir hér og þar, þar sem heilsu mannsins er notað sem vopn gegn honum. Ég tel það hægt að taka þátt í pólitísk umræðu, og einnig að mótmæla, án þess að fara inn í persónulega skítkast á manni. Það er alltaf sorglegt þegar nokkra ákveða að skemma stemning með kjánaskap, en ég held að flestir sem tók þátt í því að mótmæla um daginn voru ekki að reyna að brjóta maðurinn niður, heldur til að tjá sig hátt og skýrt.

Ég skil vel að þessi mótmæli kom mörgum á óvart, og það er ekki á hverjum degi að svo margir eru nógu reiður og vonsviknir til að fara niður á Ráðhúsinu og láta rödd sína heyrast. Slíkt gerðast svo sjaldan hér á Íslandi að ég held að það endurspegla hvað fólk í Reykjavík sé hneykslað mikið. En hvernig sumir skrifa um þetta mótmæli er eins og Ráðhúsið brann að köldum kolum. 

Ég skil það vel að allir hafa sterka skoðun á þessi mál. Ég vona núna að við getum finnað lausn í þessu máli.

Paul Nikolov, 26.1.2008 kl. 20:44

4 identicon

Já já. Gísli Hjálmar Ólafsson

Gísli Hjálmar Ólafsson (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 20:45

5 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Eins og ég hef áður tjáð mig, finnst mér sjálfstæðismenn hafi gert mistök að fara í þennan dans. Mér leið illa að horfa upp á Ólaf reyna að stjórna fundinum undir þessum látum. Ég fékk á tilfinningu að hann réði engan veginn við aðstæður og ég er hræddur um að þetta sé ekki erfiðasta verkefni hans á borgarstjórastóli. Eins og kom í ljós þegar hann var að stjórna kjöri forseta borgarstjórnar þá var maðurinn langt frá því að vera í jafnvægi. Ég veit að menn eru missterkir persónuleikar en maður sem ætlar að takast á við þetta starf þarf að hafa virkilega sterk bein hefði ég haldið.

Gísli Sigurðsson, 26.1.2008 kl. 20:52

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ég held reyndar að það fari að koma nóg af þessum vangaveltum og allt sem á undan hefur gengið muni dæma sig sjálft.     Ólafur mun standa sig vel sem borgarstjóri þó svo að ég sé hræddur um að álagið muni reyna á hann sem og meiri-hlutann af því að honum vantar varamann.  

Marinó Már Marinósson, 26.1.2008 kl. 21:10

7 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég held að fólk þurfi að vera alveg einstaklega illa þenkjandi til þess að láta sér detta svona í hug, hvað þá að bera svona hugsunarhátt upp á aðra! Svo er Ólafur fullfrískur að eigin sögn og samkvæmt læknisvottorði, þannig að hann á ekki að þurfa á neinni vorkunn eða meðvirkni að halda.

Svala Jónsdóttir, 26.1.2008 kl. 21:13

8 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Þetta er svæsnast samsæriskenning sem ég man hef heyrt lengi. Þó það séu fleirri en þú sem er með þessa dillu í hausnum. Þá hef ég hvergi annarstaðar lesið þann hugarburð að Dagur B hafi átt að taka þátt í þessu meinsæri. 

Auk þess hef ég ekki heyrt neina röksemt en ein slagorð frá einum áhorfanda sem inni heldur orðið "fokking". Og einhvern ætlaðan hávaða sem var ætlaður Ólafi. Það þarf meira til að maður taki eitthvert mark á þessari kenningu.

Í færslunni hér á undan er talað um ósmekklegheitin í sambandi við orðræðuna um veikindi Ólafs Friðriks. Ég er að mörguleiti sammála því. Jafnframt finnst mér þessi færsla mjög ósmekkleg, þegar þú ert að gera fólki það upp að hafa ráðist viljandi á veikan mann.

Mér finnst þú og aðrir sem þú minnist á í þessari færslu, reyna í rauninni að vera nýta ykkur veikindi Ólafs, til finna högg stað á þeim sem komu þarna saman til þess að mótmæla. 

Ingi Björn Sigurðsson, 26.1.2008 kl. 22:07

9 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Algjörlega sammála þessu  Stéfán Friðrik,hefði ekki getað orða þetta svona vel/Ju allir vita að Dagur er Læknir!!!!!/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.1.2008 kl. 22:25

10 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Veikindi hvers var Ólafur F Magnússon og félagar að espa þegar þeir mótmæltu Kárahnjúkum á sínum tíma?

- Ólafur F Magnússon studdi og tók þátt í mótmælin á pöllunum vegna Kárahnjúka - þá var púað og klappað samt var ekkert óvænt eða óvenjulegt að gerast þá og ekkert sem vakti ssvo almenna reiði sem nú.

Það sem nú gerðist voru hrein og ómenguð andmæli í ráðhúsinu - án kröfuspjalda eða neins annars sem ætlað er til að magna eða auka á áhrif mótmælanna. - Væri einhver annar tilgangur að baki en að andmæla eða eitthvert verulegt skipulega hefðu kröfuspjöld og annað sem eykur á áhrifin verið það fyrsta sem hugsað væri fyrir.

Fólk úr minni fjölskyldu var þarna og sumir í beinni í sjónvarpinu - þeim gekk ekkert annað til að en að púa til að láta í ljós vanþóknun á því sem borgarfulltrúar voru að aðhafst. - Enginn velti fyrir sér áhrifunum á einhverja sérstak einstaklinga heldur að allir borgarfulltrúar heyrðu hvernig fólki leið - og almenn reiði var svo mikil í samfélaginu að ættingjar á ellilífeyrisaldri hringdu umvörpum í ungmennin samdægurs og þakkaði þeim kjark og dug að láta í sér heyra á pöllunum.

- Enginn var að hugsa um Ólaf - það er bara ímyndun og vænisýki þeirra sem hafa þessháttar hugarfar.

Helgi Jóhann Hauksson, 26.1.2008 kl. 23:35

11 identicon

Stefán: Mér finnst þetta algjörlega fráleitur málflutningur. Ólafur hefur sjálfur gefið það út að ekkert sé að honum. Hann er meðhöndlaður samkvæmt því ekki satt? Mótmælin beindust að 8 borgarfulltrúm, honum þar á meðal. Þessu fólki fannst maður með típrósent fylgi ekki eiga rétt á borgarstjóraembætti. Fólkinu fannst að verið væri að versla með völd. Þetta voru hávær mótmæli við þeim gjörningi. Að ímynda sér að fólk hafi verið að reyna að gera Ólaf veikan er aumkunarverður málflutningur. Hættið nú þessum spuna. Hann gagnast hvorki ykkur né Ólafi.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 00:12

12 Smámynd: Egill M. Friðriksson

Þessi ofnotkun á orðinu skrílslæti hjá öðrum hverjum Sjálfstæðismanni er orðin svo kjánaleg. Eru til einhverjar sérstakar reglur hjá Sjálfstæðisflokknum um það hvernig á að mótmæla? Er allt í einu bannað að beita tjáningarfrelsinu sem við höfum? Hefur einhver fylgst með breska þinginu?

Verst finnst mér nú að sjá Vilhjálm mæta í sjónvarpið og tala um vanvirðingu gagnvart borgarfulltrúum. Það eru núna sumsé fólkið sem stundar mótmæli gegn fáranlegum vinnubrögðum stjórnmálamanna sem kunna ekki að hegða sér? Á hvaða kóngastólum heldur þetta fólk að það sitji á? Það er KOSIÐ af okkur.

Ég er sjálfur enginn vinstri maður og fullyrðingarnar sem hafa meðal annars komið frá þér um að einungis vinstri menn hafi verið þarna eru heimskulegar í ljósi þess að það er alls konar fólk ósátt með þessi stjórnarskipti.

Egill M. Friðriksson, 27.1.2008 kl. 03:14

13 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Vaknaðu, drengur! Lestu til dæmis bloggið mitt hér. Og fleiri og fleiri og fleiri!

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.1.2008 kl. 03:30

14 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Það er ansi langt teyst í samsæriskenningum til að búa lélegum málsstað samúð. Það virkar engan veginn.

Eggert Hjelm Herbertsson, 27.1.2008 kl. 08:38

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sammála þér Stefán.

Óðinn Þórisson, 27.1.2008 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband