Milljón flettingar á heimasíðunni

Fyrr í vikunni fór fjöldi flettinga á heimasíðu minni yfir milljón talsins. Það er ánægjulegur áfangi. Ég vil þakka öllum þeim fjölda fólks sem lesa vefinn daglega kærlega fyrir að kíkja í heimsókn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Til hamingju með áfangann Stefán. Mitt blogg er bara örsmátt hefti miðað við stóru bókina þína.

Marinó Már Marinósson, 7.2.2008 kl. 22:41

2 Smámynd: Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Sæll Stefán og til hamingju með þessa miklu umferð. Ég er orðinn háður því að kíkja í heimsókn og hef gaman og gagn af. Haltu áfram að tjá skoðanir þínar því þær eiga rétt á sér eins og aðrar. Kveðja, Gunnþór Eyfjörð G.

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, 7.2.2008 kl. 23:13

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábært Stebbi minn og til hamingju með áfangann. Ég er að nálgast 300.000 og þykir bara gott, enda er ég sérlega venjuleg íslensk kona.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 23:38

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

"Af ávögstunum skulum við þekkja þá Silli og Valdi" Þakka fyrir gott blogg  Stefán og til hamingju með þessa  milljön og meira/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 8.2.2008 kl. 00:04

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir góðu orðin.

Marinó: Já, ég er búinn að blogga í meira en fimm ár. Hef oft sagt að þetta sé mitt golf, hef gaman af þessu og meðan að svo er held ég áfram. Gott að aðrir vilja lesa.

Gunnþór: Takk kærlega fyrir það. Gott að vita að þú lest alltaf. Við þurfum endilega að fá okkur kaffibolla við tækifæri og rabba um pólitíkina og fleira. :)

Ásdís: Takk fyrir það vinkona. Já, þetta er gaman. Er líka svo skemmtilegt samfélag - yndislegt dæmi alveg. ;)

Takk kærlega Halli fyrir góðu orðin.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.2.2008 kl. 00:12

6 identicon

Er að furða at þú hafir náð milljóninni?

Ég þarf sko engan fréttavef, bara að skoða bloggið þitt....stundum veist þú meira um það sem er að gerast í mínu nánasta nágrenni en ég sjálf! :)+

Til hamingju með áfangann!

Bimma (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 02:08

7 identicon

Ég þakka þér bara fyrir að vera svona duglegur að skrifa.

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 10:57

8 Smámynd: Tiger

Til lukku með fléttingar hjá þér, ég er nú bara nýbyrjaður sjálfur að blogga og er alveg að ná þér í fléttingum  - jamm, glætan.

Hef lengi fylgst með á blogginu þó ekki hafi ég bloggað sjálfur fyrr en nú - hef lengi lesið hjá þér og finnst þú mjög góður penni, þakka fyrir mig.

Tiger, 8.2.2008 kl. 15:01

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kveðjuna Bimma mín.

Þakka þér fyrir góð orð Óli.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.2.2008 kl. 15:02

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir Tigercopper.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.2.2008 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband