Umdeild gerviheimildarmynd um George W. Bush

George W. Bush

Það leikur enginn vafi á því að George W. Bush er einn umdeildasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna. Hann hefur þó sigrað tvær forsetakosningar með sögulegum hætti, þær fyrri með naumasta hætti í sögu kjörmannasamkundunnar í forsetakjöri í Bandaríkjunum (fékk færri atkvæði en Al Gore) og átti í sögulegum lagadeilum fyrir dómstólum við keppinaut sinn í tæpa 40 daga eftir kjördag, og í þeim seinni varð hann fyrsti forseti Bandaríkjanna frá 1988 til að hljóta meirihluta greiddra atkvæða. Nú eru þáttaskil framundan á stjórnmálaferli hans - síðustu kosningarnar sem hann tekur þátt í verða til þingdeildanna í nóvember. Hann getur ekki farið fram í forsetakjörinu 2008.

Eitt helsta umræðuefnið vestanhafs síðustu mánuðina hefur verið umdeild gerviheimildarmynd, sem ber heitið Dauði forseta, Death of a President. Er þar lýst umdeildri og fyrirfram markaðri sögulegri atburðarás á bakvið morð á forseta Bandaríkjanna. Það er vissulega ekki nýtt viðfangsefni eða nýr raunveruleiki. Fjórir forsetar Bandaríkjanna hafa verið myrtir, þeir Abraham Lincoln, 16. forseti Bandaríkjanna, árið 1865, James Garfield, 20. forseti Bandaríkjanna, árið 1881, William McKinley, 25. forseti Bandaríkjanna, árið 1901 og John F. Kennedy, 35. forseti Bandaríkjanna, árið 1963. Auk þess hefur andlát forseta oft orðið umfjöllunarefni í skáldskaparverkum og kvikmyndum.

Það sem er frábrugðið þessu öllu í tilfelli fyrrnefndrar myndar er að lýst er morði á George W. Bush sem gerast á í Chicago á árinu 2007 og framhaldinu sem við tekur eftir lát forsetans er Dick Cheney, varaforseti, á að taka við völdum sem 44. forseti Bandaríkjanna. Um er að ræða afar kalt umfjöllunarefni og verið er með frekar lágkúrulegum hætti að leika sér að sögunni. Það virðist skv. fréttum ganga erfiðlega fyrir Newmarket Films-fyrirtækið, sem sér um dreifingu á myndinni, að koma henni í ýmis stærstu kvikmyndahús í Bandaríkjunum. Myndin er gríðarlega umdeild, af skiljanlegum ástæðum, og við blasir að hún stuðar marga landsmenn.

Það telst vart annað en lágkúra að uppdiktuð sé saga um morð á forseta sem er lifandi og beitt þeim brögðum sem virðist gert í þessu tilfelli.
Blandað er saman í myndinni raunverulegu fréttaefni og tilbúnu svo úr verður saga sem virðist raunveruleg en er það auðvitað ekki. Það er alveg eðlilegt að fólk hafi ólíkar skoðanir á verkum og stjórnmálaskoðunum Bush forseta, en þessi mynd gengur yfir öll eðlileg mörk og því vart undrunarefni að ekki gangi vel að sýna hana í kvikmyndahúsum vestan hafs.


mbl.is Neita að sýna mynd um morð á George W. Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband