María Sigurðardóttir nýr leikhússtjóri hjá LA

María SigurðardóttirÉg er ánægður með að stjórn Leikfélags Akureyrar hefur valið Maríu Sigurðardóttur, leikkonu og leikstjóra, sem nýjan leikhússtjóra í stað Magnúsar Geirs Þórðarsonar, nýs leikhússtjóra Borgarleikhússins. Með því fáum við pottþétt fagmanneskju úr leikhúsi til starfa, sem kann sitt fag og getur tekið við starfinu með tryggan bakgrunn og getur stýrt af þekkingu og krafti.

Við hér á Akureyri höfum upplifað yndislega spútnikk-tíma með leikhúsið, þar sem það hefur slegið hvert metið á eftir öðru og mikill kraftur verið í uppbyggingu. Það starf hefur Magnús Geir leitt með sóma og ég tel að við getum verið viss um að María mun halda áfram því verki og standa sig virkilega vel.

María leikstýrði Fló á skinni, sem nú er á fjölunum hjá leikfélaginu. Það er frábær og vönduð sýning sem vert er að mæla með. Vil óska Maríu til hamingju með starfið og býð hana velkomna hingað norður.


mbl.is María leikhússtjóri á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mig dreymir um að komast norður í apríl og sjá Fló á skinni. Flott hjá þeim að ráða Maríu.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.2.2008 kl. 19:46

2 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Ég fer örugglega norður að sjá sýningu á fjölum Akureyrarleikhússins undir stjórn Maríu Sigurðardóttur ég hef lengi verið aðdáandi hennar.

Þóra Sigurðardóttir, 28.2.2008 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband