Stjórnvöld bíða og vonast eftir bjartari tíð

Geir H. Haarde Það kom mér svolítið að óvörum að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, héldi blaðamannafund fyrir hádegið til að kynna sérstaklega að ekkert ætti að gera í þeirri krísu sem blasir við öllum. Taldi satt best að segja að þar ætti að tala um vandann hreint út og jafnvel koma með einhverjar tillögur. Það er þó greinilega beðið og vonað eftir bjartari tíð.

Fátt annað virðist öruggt í Stjórnarráðinu. Á sömu stund og stjórnmálamenn víða um heim kynna einhverjar tillögur til að taka á þeim augljósa vanda sem er uppi bíða stjórnvöld hér og taka ekki af skarið. Það má vera að einhverjum þyki það ábyrgt og traust en ég held að flestir séu að spyrja sig hvað stjórnvöld hér séu almennt að hugsa um þessa krísu. Auðvitað vona allir að þetta sé tímabundið vandamál en ég held að við höfum ekki náð botninum enn og erfiðir tímar framundan.

Mörgum finnst gaman að halda blaðamannafundi. Man að frægur hægrisinnaður stjórnmálamaður sagði eitt sinn að það væri það skemmtilegasta sem hann gerði að mæta pressunni og svara spurningum. Það væri mesta gleðin við djobbið. Veit ekki hvort Geir H. Haarde tekur undir það. Sá að hann var ekkert glaður með eina spurningu Lóu Aldísardóttur og það virkaði svolítið sérstakt að sjá þennan blaðamannafund sem eiginlega hefur engin tíðindi í för með sér nema að það eigi að reyna að bíða af sér þennan ólgusjó.

Það er svo spurning hversu fljótlega birti til í þessum kortum sem blasa við. Enn verra er að eiga stjórnvöld sem engin svör eiga við krísuástandi. Það eru mestu vonbrigðin á þessum degi. En kannski eru engin svör að finna.

mbl.is Engar aðgerðir fyrirhugaðar vegna gengisfalls krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

 við sem höfum lifað tímana tvenna getum alveg sett okkur i þessi spor/þegar gengisfellingar voru aftur og aftur sumar um 30% og við lifðum þetta af/en oft var það erfitt/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.3.2008 kl. 13:27

2 identicon

Bráðum kemur betri tíð

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta lánga sumardaga.

Þá er gaman að trítla um tún og tölta á eingi,
einkum fyrir únga dreingi.

Folöldin þá fara á sprett og fuglinn sýngur,
og kýrnar leika við kvurn sinn fíngur.

Halldór Laxness

 kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 13:37

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

stundum er best að segja og gera ekki neitt. sýna stillingu og varfærni stað þess að blaðra og framkvæma einhverja vitleysu.

Óðinn Þórisson, 18.3.2008 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband