Krónan rokkar til og frá

Krónan Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir okkur öll hversu mjög krónan er á flökti. Fallið í gær er sögulegt á einum degi og engin teikn eiginlega á lofti um að það sé að rétta úr kútnum eða hún sé að koma til baka. Hún fellur upp og niður og enginn stöðugleiki yfir. Það er öllum ljóst að krónan er orðin mjög veikburða og spurt er um næstu skref.

Það sögðu margir réttilega í gær að það ætti að ekki að taka paník-kast vegna eins svarts dags eða tímabundinnar lækkunar. Það verður að ráðast á næstu dögum hversu kröpp þetta gengisfall krónunnar er, en það mun þegar fara út í verðlagið þegar að svo miklar sveiflur verða og þegar sést hvernig bensínverðið tekur við sér.

Ríkisstjórnin kemur með yfirlýsingu á eftir. Öll fylgjumst við með viðbrögðum stjórnvalda. Það skiptir máli að þar verði talað af ábyrgð og festu um þá stöðu sem við erum. Það er enginn valkostur að breiða yfir þessa stöðu og reyna að tala okkur frá henni. Það er alvöru krísa í gangi og nú reynir á þá flokka sem fengu afgerandi umboð í kosningunum fyrir ári og hvernig þeir höndla krísuástand.

mbl.is Gríðarlegt flökt á krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband