Mun bensínið fara í 200 krónur fyrir sumarlok?

Það er orðið ískyggilega hátt bensínverðið og eðlilegt að hinn venjulegi Íslendingur sé kvíðinn yfir framhaldinu. Einn sem ég talaði við í dag spáði því að bensínlítinn færi í 200 krónur áður en sumarið er liðið. Það er dökk spá. En er nokkuð annað í kortunum miðað við það sem stefnir í nú?

Þar sem að ég ætla að fara hringveginn í sumarblíðunni er eðlilegt að spyrja sjálfan sig upphátt: hvað verður dýrt að fara hringinn í sumar? Svarið er vægast sagt á flökti með krónunni.

En kannski er bara best að kaupa sér farmiða til útlanda og slaufa af langar ökuferðir um landið okkar.

mbl.is Atlantsolía hækkar verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stór hluti nýafstaðinna hækkana á eldsneyti er afleiðing af heimsverðbólgu sem bitna mun á vanþróaðari samfélögum eins og kallað er, sem og láglaunasamfélögum,,Hvergi hefur bílum fjölgað jafn hratt og í framangreindum samfélögum, þar eru ekki vísitöluhækkanir á laun í gildi,, Heimsframleiðsla á bílum mun skreppa saman sem og almenn notkun farartækja,,Fljótlega mun gæta offramboðs á eldsneyti sem leiðir til lækkana,Neysla mun dragast saman á heimsvísu, Hvað okkur Íslendinga snertir er fall krónunnar meiri áhrifavaldur,,20.000 útlendingar hafa orðið fyrir 70% launalækkun á átta mánuðum, sem leiðir til þess að aðeins ,,lúserarnir sem eiga hvergi höfði sínu að halla í heimalandinu,sem og þeir sem hafa fengið sér fasta búsetu á Íslandi munu sitja hér eftir , hinir fara að fara heim,,Þetta mun hafa þau áhrif að gjaldeyrisútstreymi mun dragast verulega saman ,,og seðlabankinn mun eigna sér heiðurinn af því að hafa náð tökum á ástandinu,,Árslaun 20.000 manna vigta talsvert í útstreyminu,, Annars erum við Íslendingar heppnir að eiga svona marga seðlabankastjóra,,sem eru reiðubúnir að fylgjast með þróuninni og sjá til hvað verða vill,,Í samanburði við stóru þjóðirnar sem eru kannski bara með eitt stk. sem er auk þess á kafi í vinnu við að stýra hagkerfinu,, Já því er ekki að neita við eigum ýmislegt sem aðrar þjóðir eiga ekki,,

Bimbó (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 08:40

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Bara að senda þér Páska kveðjur.

 Child BasketMilla. 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2008 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband