Frikki og Regína Ósk fyrst á svið í Belgrad

Regína Ósk og Friðrik ÓmarTel að það boði ekki ógæfu fyrir Frikka og Regínu Ósk að fara fyrst á svið á undanúrslitakvöldinu í Belgrad eftir tvo mánuði. Þau eru bæði þaulvön og sviðsæfð í gegn - höndla alveg þá pressu. Er ekki í vafa um að þau taki atriðið með sóma og nái að opna kvöldið með bravúr. Það skiptir máli að ná athygli með atriðinu í byrjun. Það er t.d. mun betra að vera númer eitt en tvö.

Tvisvar höfum við opnað keppniskvöldið í Eurovision, þá reyndar bara á úrslitakvöldi auðvitað. Fyrir tveim áratugum voru Stebbi Hilmars og Sverrir Stormsker fyrstir á svið með Sókrates í Dublin, náðu sextánda sætinu eins og fyrri árin tvö með Gleðibankann og Hægt og hljótt. Fimmtán árum síðar, fyrir fimm árum, var Birgitta Haukdal fyrst á svið í Riga í Lettlandi með lag Hallgríms Óskarssonar, Open Your Heart, og náði níunda sætinu. Við höfum því upplifað bæði topp tíu árangur og vera fyrir neðan miðju.

Man mjög vel eftir því þegar að við vorum númer tvö á svið árið 2001 í Parken í Danmörku með Angel, lag Einars Bárðarsonar. Það var mjög mikil umræða um hvort að það kæmi sér vel fyrir okkur eður ei að vera á eftir fyrsta lagi kvöldsins. Það var bömmer það kvöldið í það minnsta, enda fékk lagið aðeins þrjú stig og við sleiktum næstum því botninn og fengum ekki farmiða í keppnina 2002 í Tallinn. Það var með ömurlegri Eurovision-kvöldum Íslendinga, enda höfðu verið miklar væntingar til lagsins og mjög var deilt um hvort það ætti að vera á ensku og margir sögðu það bæta lagið. Það fór ekki svo er á hólminn kom.

Það vakti athygli mína að Svíar eru númer tvö sama kvöld og við. Charlotte Nilsson Perrilli, sem sigraði keppnina og varð ofar Selmu Björns árið 1999, syngur fyrir Svía núna og það verður áhugavert að sjá hvort bæði þessi norrænu lög, sem mörgum finnast vera nokkuð lík, komist bæði áfram úr undankeppninni.

Það sem skiptir máli nú er að Frikki og Regína Ósk taki þennan pakka og komi okkur á úrslitakvöldið. Það eitt og sér er stórsigur fyrir okkur að mínu mati. Lagið er gott og ég tel að þau séu það sviðsvön að ná að sigrast á öllum hjátrúarspám um hvort ógæfa sé yfir fyrstu sviðsframkomunni.


mbl.is Ísland fer fyrst á sviðið í forkeppni Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband