Það á að fella ríkisábyrgðina til ÍE úr gildi

Íslensk erfðagreining Það er löngu kominn tími til að ríkisábyrgð Íslenskrar erfðagreiningar verði felld úr gildi. Það var til skammar að ríkisábyrgð til einkarekins fyrirtækis væri samþykkt af Alþingi í valdatíð Sjálfstæðisflokksins og ég var á þeirri skoðun árið 2002 þegar að málið var samþykkt að það væru mikil mistök.

Man mjög vel eftir deilunum vegna þessa máls fyrir sex árum. Það hljómaði sem óraunveruleikasaga að fjármálaráðherra og forystumenn Sjálfstæðisflokksins væru að taka slaginn um þessa vitleysu þá og það hefur ekki breyst síðan, er sennilega enn vitlausari hugmynd þá en nú. Það er því lag nú að fella ríkisábyrgðina úr gildi.

Mér fannst merkilegt að samhljómur yrði innan Sjálfstæðisflokksins um þessa vitleysu á sínum tíma en ég minni reyndar á að eini þingmaðurinn sem sýndi einhverja andstöðu við það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sem sat hjá. Það gagnrýndu sumir afstöðu hennar en hún var ábyrg og rétt enda yfirlýsing út af fyrir sig. Það voru vonbrigði að fleiri skyldu ekki hætta við að styðja ríkisábyrgðina.

Það verður áhugavert að sjá hvort að þeir sem leiddu þetta mál verði menn til þess að viðurkenna að þetta var rugl frá upphafi til enda.

mbl.is Ríkisábyrgð ÍE enn í gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband