Mótmælin halda áfram - daglegur viðburður?

Atvinnubílstjórar mótmæla Mótmæli atvinnubílstjóra halda nú áfram annan daginn í röð og virðast vera víðtækari en í gær þar sem nú er lokað umferð á tveim stöðum í borginni. Það er greinilegt að bílstjórar eru að gíra sig upp í dagleg mótmæli á meðan að ekkert gerist af hálfu stjórnvalda í eldsneytismálunum.

Í gær velti ég því fyrir mér hvaða áhrif dagleg mótmæli atvinnubílstjóra muni hafa. Það virðist hafa verið rétt að velta því fyrir sér, enda er greinilegt að bílstjórarnir munu loka umferð þegar að þeim sýnist. Þeir eru í þeim takti núna að vera alveg ófeimnir við að láta til sín taka.

Talsmaður bílstjóranna hótaði því reyndar í fréttaviðtali í gær að ef ekkert myndi bráðlega gerast yrðu mótmælin með þeim brag að bílstjórar myndu leggja bílunum og yfirgefa þá á aðalsamgönguæðum. Það þarf varla að velta því lengi fyrir sér hvaða áhrif það hafi.

Það er greinilegt að bílstjórum er nóg boðið og við getum átt von á mótmælum þá og þegar - jafnvel að farið verði lengra með mótmælin.

mbl.is Bílstjórar mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst ljóst að það þurfi að ræða við forystusveit mótmælenda. Það engur ekki til lengdar að það myndist stoppelsi í höfuðborginni. Ég legg til að skýrsla olíugjaldsnefndar verði gerð opinber enda stendur ekkert annað í henni sem allir vita. Það sem verst fer í sunnlenska þingmenn er að þar er lagt til meira hlutfall vegna flutningskostnaðar norður í land.

p.s. Flott toppmyndin hennar Láru. Serían á minni síðu er eftir hana.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 13:05

2 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Ótrúlega vanhugsað.  Það eru ekki íslensk stjórnvöld sem hafa staðið að hækkunum á eldsneyti.   Gæti skilið mótmælin ef þau beindust að Sádunum eða Hugo Chavez Venusúelaforseta sem standa að hækkununum.  Hlutur ríkisins í olíunni er föst krónutala, 41 króna, á lítra + vsk sem er 24,5.  Þannig að með hækkandi heimsmarkaðsverði fer raunhlutur ríkisins lækkandi.  Þessir fjármunir, þ.e. olíugjald fer óskert til vegaframkvæmda.  Vilja þessir bílstjórar minnka framlagið til þeirra?  Hvar ætli þeir mótmæli þá?

Hvernig væri að skoða þessi mál í heild þessir menn hættu að velja sér bíla eftir hestaflafjölda heldur orkueyðslu per flutt tonn/km.  Það er svolítið annað hvort bíllinn eyðir 70 lítrum á hundraði eða 40 með sama flutningsmagn.

Það sem jákvætt við hátt orkuverð er að það knýr menn til sparnaðar og leita nýrra orkugjafa og leiða til minnkandi orkueyðslu.  Það er það sem við ættum að sameinast um í stað þess að setja öryggi samborgarana í hættu. 

Sveinn Ingi Lýðsson, 28.3.2008 kl. 13:23

3 identicon

Það er rangt Sveinn að olíugjald fari óskert til vegaframkvæmda. Því miður hefur verið kroppað í það gjald. Auk þess gleyma menn því að hækkun á olíu hækkar vaskupphæðina. Hækkun um 10 kr. gefur ríkissjóði 2 kr. meira í kassann.  Höfum tölurnar á hreinu.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 13:29

4 identicon

Jón Grétar:  Hvernig reiknarðu þessar 110 krónur?  Ef ég gef mér að dísilolían kosti um 150kr lítrinn, er vaskurinn um 30 krónur og olíugjaldið rúmur 40 kall. Þar sem olíugjaldið (og vörugjöldin af bensíni) eru fastar krónutölur hefur skatturinn í raun fallið í verði frá því hann var settur.  Það er með öðrum orðum innbyggð raunlækkun í lögunum.

Þér er auðvitað í sjálfsvald sett hvort þú kýst að greiða þennan skatt (eða hversu mikið) til ríkisins. Ef þú keyrir sparneytinn bíl, keyrir vistakstur, heldur bílnum vel við og notar strætó/hjól eða gengur eða deilir bíl með öðrum eins og kostur er geturðu haldið þínu framlagi í lágmarki. 

Ágústa (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 14:12

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Sérstaklega sammála ykkur Gísli og Jón Grétar.

Myndin hennar Láru er virkilega flott Gísli. Hún er alveg frábær ljósmyndari hún Lára.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.3.2008 kl. 14:23

6 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Í 27. gr. laga um olíugjald er skýrt og ótvírætt ákvæði um að innheimt olíugjald renni beint til Vegagerðarinnar að undanskildum 0,5% sem renna í ríkissjóð til að standa straum af kostnaði við framkvæmd olíugjaldsins.

Framkvæmdin hefur verið í samræmi við þetta ákvæði og olíugjaldið er fastur tekjustofn Vegagerðarinnar. 

Væri ekki rétt hjá ykkur Jón Grétar og Gísli að kynna ykkur málin áður en þið slengið fram röngum og órökstuddum fullyrðingum?  

Ágústa, gaman að sjá þitt innlegg.  Gott að geta hugsað heila hugsun til enda.  Það er ekki öllum gefið. 

Eða hvað... 

Sveinn Ingi Lýðsson, 28.3.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband