Spenna hjá Samfylkingunni í Norðvestri

Samfylkingin Norðvestur

Talning stendur nú yfir í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Virðist talning hafa hafist seint en er nú komin í fullan gang. Skv. fyrstu tölum eru Guðbjartur Hannesson, skólastjóri á Akranesi, Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður, Helga Vala Helgadóttir, fjölmiðlakona, og Sigurður Pétursson bæjarfulltrúi á Ísafirði, í efstu sætum, en litlu virðist muna.

Það verður fróðlegt að sjá hver sigrar prófkjörið, en fimm sóttust eftir fyrsta sætinu; þau Guðbjartur, Anna, Sigurður, Sveinn Kristinsson og Karl V. Matthíasson. Barist var um lausan leiðtogastól, en Jóhann Ársælsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs að vori, en hann hefur setið á þingi fyrir Alþýðubandalagið og Samfylkinguna nær samfellt frá árinu 1991.

Það verður væntanlega fylgst með því hvernig fer í Norðvesturkjördæmi. Flokkurinn hlaut aðeins tvo þingmenn kjörna í þingkosningunum 2003, en var lengi vel spáð þar 3-4 þingsætum. Ef marka má fyrstu tölur stefnir í að dreifing verði á efstu sætum, en ekki muni fulltrúar einungis eins svæðis í þessu víðfeðma kjördæmi raða sér í efstu sætin.

Viðbót - kl. 20:55
Þegar að talin hafa verið rúm 1000 atkvæði af rúmum 1700 í þessu prófkjöri nú laust fyrir níu hefur Guðbjartur Hannesson enn forystu og flest stefnir í að  hann muni leiða framboðslista flokksins að vori. Sú breyting hefur nú orðið að Karl V. Matthíasson, fyrrum alþingismaður, er kominn upp í annað sætið. Þriðja er Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður, og fjórði er Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi á Ísafirði.

Í frétt á mbl.is nú fyrir stundu kemur fram að Anna Kristín óttist að útkoman verði slæm fyrir konur í kjördæmastarfi flokksins og staða þeirra versna, þar sem engin kona yrði þar með í öruggu þingsæti í kosningum að vori.

mbl.is Fyrstu tölur úr prófkjöri Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband