Björn fer yfir úrslit prófkjörsins

Björn Bjarnason

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur nú ritað ítarlegan pistil á heimasíðu sína um úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem lágu fyrir endanlega í nótt. Björn hlaut þriðja sætið í fjórða skiptið í prófkjöri flokksins í borginni, en hann hlaut það sæti strax árið 1990, þegar að hann gaf fyrst kost á sér til þingframboðs. Í pistlinum fer Björn ekki aðeins yfir úrslit prófkjörsins, heldur stöðu mála í sjálfum prófkjörsslagnum og ennfremur þá atburðarás sem leiddi til fundarins sem haldinn var í Valhöll með honum og Geir H. Haarde, forsætisráðherra, fyrir rúmri viku.

Víkur hann með merkilegum hætti að álitsgjöfunum Sigurjóni M. Egilssyni og Agli Helgasyni, og telur að Egill hafi talið að eins myndi fara fyrir honum í þessu prófkjöri og Geir Hallgrímssyni í hinu sögufræga krossaprófkjöri í nóvember 1982. Ennfremur er þar fjallað um grein Jóns Baldvins Hannibalssonar í Morgunblaðinu í gær, en hún var greinilegt innlegg í prófkjörsslag sjálfstæðismanna í Reykjavík. Í lok pistilsins minnist Björn á að þessi úrslit séu varnarsigur fyrir sig í þeirri stöðu sem uppi hafði verið, t.d. innan Sjálfstæðisflokksins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Hef verið að skoða auglýsingar í blöðum fyrir þetta prófkjör. Flestir auglýstu ansi mikið og gaman væri að vita um kostnað. Pétur hefur sagt að kostnaður sé um 2,7 hjá honum. Bloggsíður telja að Baugur borgi fyrir Guðlaug þór, sem mér finnst ansi skondið. EN sú sem lendir í 12 sæti, Grazyna M. Okunewska, auglýsti ekkert, ég finn enga auglýsingu, en bloggsíðu sá ég. Það tel ég vera sigur að ná þessu sæti. Hlítur að vera sterk persóna.

Sigrún Sæmundsdóttir, 29.10.2006 kl. 21:05

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þetta er mikill sigur Grazynu, það er enginn vafi. Hún var með tvær til þrjár frekar litlar auglýsingar og ósköp einfalda blogspot-vefsíðu. Hún verður nú í versta falli varaþingmaður en mögulega alþingismaður. Þetta er já mjög glæsilegur árangur fyrir lítt þekkta konu sem litlu eyddi í baráttunni en lagði fram persónu sína og áherslur með einföldum hætti.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.10.2006 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband