Mikill heiður fyrir Margréti og Myndlistarskólann

Verk Margrétar

Ég vil óska Margréti Lindquist, útskriftarnemanda í Myndlistarskólanum á Akureyri, innilega til hamingju með gullverðlaun samtaka fagfélaga grafískra hönnuða í Evrópu. Þetta er auðvitað mikill heiður fyrir hana og ekki síður Myndlistarskólann á Akureyri.

Þessi verðlaun er mikill og ánægjulegur áfangi fyrir skólann og verðlaunað það glæsilega verk sem vinur minn Helgi Vilberg, skólastjóri, hefur unnið með skólann allt frá því hann var stofnaður árið 1974. Ég fór um hvítasunnuhelgina í Myndlistarskólann á útskriftarsýningu nemenda þar. Var virkilega ánægjulegt að kynna sér verkin og það góða starf sem þar er unnið.

Sérstaklega er gott að vita að nemandi í þessum öfluga skóli hér norður á Akureyri fái slík verðlaun og segir meira en mörg orð um hversu góður skóli Myndlistarskólinn á Akureyri er og hversu vel Margrét hefur staðið sig í skólanum.

Hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að hlúa eigi vel að þessum skóla, enda hefur sést mjög vel að þar er vel unnið og hann nýtur virðingar. Margir mjög efnilegir listamenn hafa þar hafið feril sinn og hlotið mikilvæga reynslu og þekkingu á listabrautinni. Innilega til hamingju Margrét og Helgi.


mbl.is Hlaut viðurkenningu Evrópusamtaka grafískra hönnuða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband