Hollenski túristinn farinn til vistar á Litla Hrauni

Jæja, þá er búið að úrskurða hollenska ferðalanginn í dóphúsbílnum í gæsluvarðhald og senda hann suður með flugi og koma honum á áfangastað á ferðalaginu, Hótel Litla Hraun á Suðurlandi, í umsjón gestgjafans Margrétar Frímannsdóttur - fljótafgreitt það. Íslenskt sumarfrí sem hæfir mönnum af þessu tagi. Fróðlegt að vita meira af þessu máli. Varla hefur þessi ferðalangur verið einn að verki. Mjög lítið heyrst um það þó. Efast um að maðurinn hafi ætlað að koma þessu ofurmagni í sölu á eigin vegum.

Væntanlega er það visst krydd í tilveruna fyrir Austfirðinga að verða miðpunktur umræðunnar á þessum degi. Seyðisfjörður er í sviðsljósinu rétt eins og Fáskrúðsfjörður fyrir réttu ári. Málin eru að vissu leyti keimlík en samt svo ólík. Þetta eru stór og sérstök mál fyrir litla byggð og sýnir mjög vel hversu mikill fíkniefnavandinn er orðinn og hversu farið er í kringum hlutina til að smygla dópinu til landsins, enda fylgdi sögunni í dag að dópið hefði verið falið það vel að ekkert átti að finna af því, skiljanlega.

Þetta er reyndar ekki nýtt mál þannig séð fyrir austan. Það eru aðeins fjögur ár frá líkfundarmálinu í Neskaupstað. Eins og flestum er í fersku minni var það fyrsta sem fannst þegar að viðkomandi maður var krufinn mikið magn eiturlyfja og mikil umfjöllun var um það mál. Farið hafði verið með manninn austur og honum varpað í sjóinn, væntanlega til að varðveita efnin en allt komst upp.

Þá var lögreglan fyrir austan og samfélagið þar í miðpunkti allrar umræðu, en nú kemur mál sem er sama eðlis að sumu leyti aftur upp í austfirskri byggð. Eflaust er það visst flashback fyrir Austfirðinga að upplifa svona mál aftur, svo skömmu eftir líkfundarmálið og stóra málið á Fáskrúðsfirði, sem þó fellur í skugga málsins í Norrænu, á sínum tíma.

mbl.is Hollendingur fluttur suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband