Heilsteyptur boðskapur hjá Sigurbirni

Hr. Sigurbjörn Einarsson Sannarlega er ánægjulegt hversu vel ern Sigurbjörn biskup er, en hann keyrir enn sinn bíl, ritar áhugaverðar hugleiðingar og flytur ræður og predikanir við opinber tækifæri og messur. Heilsteypt viðhorf hans í umferðarmálum er lærdómur fyrir alla í umferðinni og ég held að allir geti lært mjög mikið af boðskap hans í þeim efnum.

Sigurbjörn hefur alla tíð talað kjarnyrta íslensku til þjóðarinnar hvort sem er úr predikunarstól eða í viðtölum og ritað bækur og íhuganir sem lifa með þjóðinni. Hann er einn áhrifamesti maðurinn í sögu íslensku þjóðkirkjunnar. Segja má að Sigurbjörn Einarsson sé í senn ennfremur merkasti Íslendingur 20. aldarinnar og áhrifamesti predikari þjóðarinnar frá upphafi kristni á Íslandi.

Áhrif hans innan kirkjunnar eru óumdeild; sem kennari við guðfræðideild Háskóla Íslands og biskup Íslands í tvo áratugi mótaði hann kynslóðir presta og varð andlegur leiðtogi í huga landsmanna allra. Sigurbjörn er einn þeirra manna sem hafa þá náðargáfu að tala af visku og kærleika svo að fólk hlustar. Þjóðinni er mikilvægt að eiga andlegan leiðtoga á borð við hann.

mbl.is 97 ára bílstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Þetta er með ólíkindum hvað maðurinn er í góðu formi, andlega og líkamlega, kominn á þennan aldur. Það þarf ekki að óttast ellina ef menn geta leikið þetta eftir. Kæmi mér ekki á óvart þó puttalaus maður gæti talið þá Íslendinga sem það geta, á fingrum sér.

Landfari, 7.7.2008 kl. 17:25

2 identicon

Mig langar bara að taka það fram að Sigurbjörn hefur aldrei verið andlegur leiðtogi minn, með fullri virðingu fyrir honum. En ég tek undir það að það er alltaf gaman þegar menn ná því að vera svona vel á sig komnir þrátt fyrir háan aldur. Ég vil bara óska honum velfarnaðar og megi hann vonandi eiga mörg ár í viðbót við góða heilsu.

Valsól (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband