Hvalfjarðargöng í áratug - tvöföldun í sjónmáli

Frá vígslu Hvalfjarðarganganna Áratugur er í dag liðinn frá því Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, opnaði Hvalfjarðargöngin, sem voru ein mesta samgöngubót Íslandssögunnar og markaði mikil þáttaskil þar sem þau voru fyrstu neðansjávargöngin hérlendis. Svo er nú komið nú að það þarf að bæta við og tvöfalda þau. Ekki kemur það að óvörum miðað hversu vinsæl þau eru og hversu margir velja þau framyfir veginn um Hvalfjörðinn.

Þó er það eins með Hvalfjarðargöngin og með mörg farsæl mannanna verk að þau voru mjög umdeild og til eru þeir sem lögðu mikið á sig bæði til að tala gegn þeim og hugmyndinni á bakvið þau, að neðansjávargöng væru ekki traustur samgöngukostur og það væri óðs manns æði að ætla að leggja í gangnagerð undir fjörðinn. Fjöldi manna skrifaði greinar og beittu sér á öðrum vettvangi en vilja væntanlega ekki við það kannast nú. Enda fara flestir landsmenn um Hvalfjarðargöngin á leið sinni til og frá höfuðborgarsvæðinu. Þeir eru fáir sem velja gamla veginn um Hvalfjörðinn framyfir göngin.

Á sínum tíma var fjöldi fólks sem sagðist frekar myndu fara fjörðinn en göngin og töluðu ansi kuldalega um þessa samgöngubót. Væntanlega eru þeir flestir búnir að brjóta odd af oflæti sínu og greiða fyrir að fara þessa leið. Enda minnir mig að nýjustu rannsóknir sýni að vel innan við fimm prósent þeirra sem þurfa að fara þarna um velji göngin og væntanlega fer þeim enn fækkandi. Þegar göngin voru vígð voru settar fram spár um hversu margir færu um Hvalfjarðargöngin. Þær spár voru stórlega vanmetnar - göngin urðu vinsælli en þeim bjartsýnustu óraði fyrir.

Held að flestir muni taka undir mikilvægi þess að tvöfalda Hvalfjarðargöngin, líka þeir sem töluðu svo mjög gegn þeim á sínum tíma. Allir vilja nú Lilju kveðið hafa.

mbl.is Tvöfalda þarf Hvalfjarðargöng á næstu 5 til 10 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Ég er ekki viss um að þörfin á nýjum göngum sé eins brýn og menn halda. Ég bý á Akranesi og nota því göngin mjög mikið. Ég sé aldrei hnúta eða neitt slíkt nema þegar umferð er þung, þá er ræður gjaldtökuhliðið ekki við þetta.

Getur verið að með því að fjarlægja hliðið og hætta gjaldtöku, þá anni göngin mun meiri umferð en þau nú gera?

Eggert Hjelm Herbertsson, 12.7.2008 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband