Flóttatilraunir fanganna

Auðvitað er gott að lögreglunni tókst að koma í veg fyrir flótta fanga í þeirra vörslu. Varla er hægt að ætlast til annars en lögreglan geti komið í veg fyrir slíkar flóttatilraunir. Varð þó mjög hugsi eftir að Annþóri Karlssyni tókst að sleppa úr varðhaldi úr lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Þar komu fram alvarlegar brotalamir í varðhaldsvistun, meira að segja í höfuðstöðvum lögreglunnar, þar sem einangrunarfanga tókst að sleppa og ætlaði sér að pússa sig upp fyrir afmæli síðar sama dag.

Flótti Annþórs var vandræðalegt klúður fyrir lögregluna. Þar voru verklagsreglur brotnar og mjög illa staðið að málum á meðan að hann var í varðhaldi. Vonandi hafa menn lært sína lexíu vel á þeim bænum. Auðvitað er afleitt að margdæmdur ofbeldismaður, grunaður um alvarleg afbrot og í einangrun, geti leikið lausum hala á lögreglustöð, komist í síma, fundið reipi og stokkið út um glugga án þess að nokkur tæki eftir því.

Ofan á allt annað að þá liðu að minnsta kosti tveir tímar frá flóttanum þar til löggan áttaði sig loks á honum. Auðvitað má búast við að fangar notfæri sér glufur í kerfinu, sem þeir finna, og reyni að sleppa. En lögreglan á að geta brugðist við því fumlaust og vera undir það búin að svo geti farið. Vonandi hafa mistökin í máli Annþórs leitt til þess að löggan standi sig almennt betur og læri sína lexíu.

Svo er það auðvitað grunnatriði að mér finnst að fangar sem verið er að flytja á milli staða eigi að vera bæði í hand- og fótajárnum. Ef koma á í veg fyrir flóttatilraunir og taka á málum er það eina lausnin.


mbl.is Fangi reyndi að flýja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg rétt hjá þér að Annþórs-klúðrið var hjá löggunni. Þarna voru hins vegar fangaverðir á hælum kappans og náðu honum á innan við mínútu! Miðað við þennan skamma tíma og þá staðreynd að Hegningarhúsið er í miðborg Reykjavíkur, þá virðist sem þeir hafi aldrei misst sjónar af honum og því unnið starf sitt afar vel. Vissulega er það þó klúður að hann hafi náð að spretta úr spori en þar sem þeir voru sjálfir fráir á fæti þá bættu þeir fyrir klúðrið.

Varðandi það að flytja alla fanga í handjárnum þá er ég nokkuð viss um að það þætti verulegt brot á meðalhófsreglu stjórnsýslunnar og hvað fótjárnin varðar... héldi pottþétt ekki vatni ef einhver fanginn sem aldrei hefði sýnt af sér slæma hegðun myndi kæra þá meðferð til Mannréttindanefndar Evrópu!

Guðrún Hauksdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband