Hægriöflin lýsa yfir sigri í Hollandi

Jan Peter Balkenende Það blasir fróðleg staða við eftir þingkosningarnar í Hollandi í dag. Hvorug fylkingin hefur afgerandi umboð til að stjórna landinu. Þrátt fyrir það hefur Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra, nú lýst formlega yfir sigri en CDA, flokkur forsætisráðherrans, hlaut flest þingsæti í kosningunum. Meirihluti stjórnarinnar er ekki lengur til staðar með sama hætti og verður Balkenende, sem væntanlega fær stjórnarmyndunarumboðið fyrstur, að leita til annarra flokka.

Ég sé á fréttavefum að mikið er talað um að jafnvel muni erkifjendur kosninganna, CDA og Verkamannaflokkurinn, fara í stjórnarmyndunarviðræður eftir þessar þingkosningar. Það yrði ekki ósvipað eins og var eftir þýsku þingkosningarnar í fyrra, þar sem að vinstristjórnin féll og hægriblokkin myndaði stjórn með jafnaðarmönnum undir forystu dr. Angelu Merkel. Í dag er einmitt ár frá því að stóra samsteypa aflanna tók við völdum.

Skoðanakannanir höfðu sýnt í Hollandi að jafnt væri með fylkingunum en líklegast þó að hægriblokkin héldi velli með naumindum. Svo fór ekki, en nú reynir á samningalipurð forsætisráðherrans.

mbl.is Balkenende lýsir yfir sigri í hollensku kosningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Stefán,

það væri náttúrulega eftir öllu ef að tapflokkarnir mynduðu svo ríkisstjórn saman (dugar að vísu ekki því þeir eru ekki með meirihluta saman). Þessi sorgmæddi maður Balkenende, sem lýsir samt yfir sigri þrátt fyrir augljóst tap á bara að taka sér frí og fara að gera eitthvað annað. Sósíalistar eiga auðvitað að leiða nýja stjórn í Hollandi.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 23.11.2006 kl. 10:32

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Eins og fram kemur í skrifunum hefur hvorug fylkingin afgerandi umboð til að stjórna landinu. Þetta er óttalegt jafntefli. Minnir á stöðuna eftir þýsku þingkosningar þegar að vinstristjórnin féll og hægriblokkin hafði flest þingsæti. Úr varð stóra samsteypa hægrimanna og krata með Merkel sem kanslara og Schröder settur til hliðar. Fróðlegt að sjá hvað gerist í þessari stöðu, en þetta verða hörkusamningaviðræður sem við taka.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.11.2006 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband