Frábær frammistaða hjá Hönnu Birnu í kvöld

Hanna Birna KristjánsdóttirHanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, stóð sig mjög vel í spjallþáttum kvöldsins, talaði af myndugleika, skýrt og án nokkurra málalenginga sem einkennt hefur síðustu borgarstjóra. Sérstaklega fannst mér hún eiga frábæra frammistöðu í Kastljósi. Þorfinnur og Helgi komu báðir með erfiðar spurningar og ætluðu að sækja að henni en höfðu ekki erindi sem erfiði í því.

Hanna Birna er hörkutól, ákveðin og einbeitt og það sást vel í þessum viðtölum að hún ætlar hvergi að hika. Talar mannamál. Auðvitað hefur vantað í borgarmálunum að hafa fókusinn einbeittan. Málefnin hafa horfið í skuggann á öllum sviptingunum en ég er þess fullviss að þegar rykið sest og farið verður að vinna eftir þeim málefnum sem mikilvægust eru muni meirihlutinn verða traustur og hann sitji út kjörtímabilið.

Stóra spurningin er hvort Hanna Birna muni festa sig í sessi sem borgarstjóri út kjörtímabilið og verða sterkur leiðtogi sjálfstæðismanna í aðdraganda næstu kosninga. Ef hún heldur áfram af sama krafti og einkenndi viðtölin í kvöld held ég að sjálfstæðismenn nái að fóta sig að nýju eftir vandræðaganginn í leiðtogatíð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og eiga sér nýtt upphaf þrátt fyrir allt.

Enn er mjög langt til kosninga og erfitt að spá nokkru um hvað 20 mánuðir í pólitík bera í skauti sér. Það miklar sviptingar hafa orðið á tíu mánuðum að vonlaust er að segja til um hvernig landið liggur eftir 20 mánuði. En hinsvegar held ég að Hanna Birna muni standa sig. Með myndun nýs meirihluta hefur hún markað sjálfri sér stöðu á eigin forsendum og virðist ætla að vinna sín verk af krafti.


mbl.is Lyklaskipti í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefanía

Hjartanlega sammála, hún lét ekki Helga Hjörvar, sem er einn af þeim óforskömmuðustu að minu mati, vaða yfir sig... Þetta er frábær byrjun !

Stefanía, 22.8.2008 kl. 01:03

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Frammistaða hennar var mjög góð, var málefnaleg og brosti

Óðinn Þórisson, 22.8.2008 kl. 08:54

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin Stefanía og Óðinn.

Steingrímur: Horfðu á viðtalið. Hefðir gott af því. Meirihlutasamningurinn er á vef Reykjavíkurborgar. Lestu hann hér: http://www.rvk.is/Portaldata/1/Resources//Meirihlutasamningur_-_Holdum_afram.pdf

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.8.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband