Sögulegt val - McCain velur Söruh Palin sem VP

Sarah Palin
Fyrir nokkrum mínútum var staðfest að John McCain hefur valið Söruh Palin, ríkisstjóra í Alaska, sem varaforsetaefni. Þetta er sögulegt val, fyrsta konan sem verður hluti af forsetaframboði fyrir Repúblikanaflokkinn, ung kona með stjörnuljóma.

Þetta er áhætta fyrir McCain en mun eflaust borga sig. Hann afþakkar reyndustu kandidatana, telur sig hafa næga reynslu fyrir framboðið, en velur þess í stað unga konu með sér, vonarstjörnu fyrir flokkinn.

Hann ætlar sér að reyna að ná óánægðum stuðningsmönnum Hillary með sér. Stórmerkilegt val í alla staði. Verður gaman að sjá fyrsta kosningafundinn þeirra á eftir.

Er viss um eitt; Obama á eftir að sjá mjög mjög mjög mikið eftir því að velja ekki Hillary Rodham Clinton með sér.

mbl.is Varaforsetaefni McCain
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Það var ljóst að McCain þurfti að velja einhvern ferskan/ferska til að koma með mótspil gegn ferskleika Obama.  Mér sýnist þetta vera ansi góður leikur hjá McCain.    Þessi frétt er vænanlega fengin frá politico.com:
http://dyn.politico.com/blogs/jonathanmartin/index.cfm/category/Veep

Hér er hægt að lesa um Palin sem er núverandi ríkisstjóri Alaskaríkis:
http://en.wikipedia.org/wiki/Sarah_Palin

Sigfús Þ. Sigmundsson, 29.8.2008 kl. 15:02

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Auðvitað þurfti hann að gera það. Frekar en velja Pawlenty velur hann Palin. Skynsamlegt og traust val, mjög sterkt miðað við aðstæður.

Þú mátt ekki gleyma einu að fyrir demókrata fara fram tveir karlmenn en það verður kona fyrir repúblikana í pakkanum. Það mun skipta máli í dæminu.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.8.2008 kl. 15:05

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ekki spurning, það er verið að veiða Clinton liðið. Ég er ansi smeykur um að þessi leikur McCain eigi eftir að virka. Svo er tímasetningin líka athyglisverð.

Villi Asgeirsson, 29.8.2008 kl. 15:10

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Meistaralega valið/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 29.8.2008 kl. 17:02

5 identicon

Hún er barasta foxy babe!

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 20:10

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Er samála því að það eru risamistök hjá Obama að hafa ekki Hillary sér við hlið og því miður eingöngu vegna ótta hans og/eða ráðgjafa hans um að hún skyggði á hann þ.e. hann væri ekki sjálfur nógu sterkur til að þola að hafa „Clinton“ við hlið sér. Það aftur gerir ekkert nema veikja framboðið, og nú nýtir McCain sér þennan stóra veikleika til fulls.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.8.2008 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband