Sofandi fjölmiðlar - varnaðarorð án hlustunar

Mjög margt er til í því hjá Davíð Oddssyni, seðlabankastjóra, að fjölmiðlarnir hafi brugðist í umfjöllun sinni um útrásina og umfang hennar. Ekki verður um deilt að þeir voru í heljargreipum og gerðu ekkert í því að vara landsmenn við. Sjálfur hafði Davíð margoft varað við stöðunni, en enginn vildi hlusta á þau varnaðarorð eða skelltu skollaeyrum við. En svona er þetta víst bara. Ég er viss um að í flestum lýðræðisríkjum væri fyrir löngu búið að spyrja hvort fjölmiðlarnir sinni skyldum sínum eða sinni upplýsingaöflun fyrir eigendur sína.

Ég man vel eftir sumum varnaðarorðum Davíðs. Í mars 2006 sagði hann t.d. að við hefðum stigið trylltan dans og mættum ekki tapa okkur í hita dansins. Ennfremur kom Davíð með þau skondnu ummæli að við yrðum að fara að öllu með gát og passa okkur á að missa ekki sýn á stöðunni í efnahagsmálunum og verða ekki eins og börn sem gleyma sér við tertuát í barnaafmæli. Skondið orðalag og ummæli sem eftir var tekið. Og þó, ég held að sjá megi af stöðunni að við létum þetta okkur ekki að kenningu verða.

En fjölmiðlarnir voru í heljargreipum. Hvar voru þeir þegar allt fór á versta veg í samfélaginu? Af hverju sinntu þeir ekki skyldu sinni og þurfti að vekja þá síðasta allra aðila?

mbl.is Fjölmiðlar í heljargreipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Hann er að notfæra sér réttmæta gagnrýni annarra á fjölmiðlum. Hún skiptir samt ekki máli í raun og veru fyrir rætur þessa ástands, og komandi frá honum þá er þetta bara asnalegt. Svo er hann að dissa vini sína - ef Geir rekur hann ekki núna þá er bara eitthvað að (sem við vitum að er, svo hver veit, kannski ræður Davíð sjálfan sig næst sem eilífðarkóng yfir Seðlabankanum?)

Afhverju eru sumir síðan að velta þessu með fjölmiðlana fyrir sér fyrst núna, eftir að Davíð hefur loksins talað?  Venjulegt fólk treystir frekar á pýramídabrask heldur en pýramídann ykkar...

halkatla, 18.11.2008 kl. 13:29

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Get vel tekið undir með þér, Stefán. Við pottverjar í Vesturbæ (sumir hverjir!) komumst að þeirri niðurstöðu í gær að Davíð væri Nagli. Meira hóli verður vart hlaðið á nokkurn mann.

Hann er beinskeyttur og óvæginn í ummælum sínum og strýkur mörgum andhæris með framkomu sinni og meiningum.  Hann hefur um nokkurt skeið beint spjótum sínum að samþjöppun eignarhalds í viðskiptalífinu á Íslandi. Með því hefur hann komizt upp á kant við  einstaklinga, sem í krafti auðæfa sinna, geta haft áhrif með ýmsum hætti og á ýmsum stöðum í samfélaginu.

Það er engum greiði gerður með því að leyna því fyrir fólki að allt er að komast á heljarþröm, en Davíð gerði efnahagsvandann að umræðuefni í ræðu hinn 17. nóvember á síðasta ári. Hagfræðimenntaður einstaklingur brást við því skömmu seinna með því að hæðast að varnaðarorðum seðlabankastjórans.

Annar hagfræðingur fékk skammasúpu yfir sig núna á haustdögum með því að gera eins og Davíð, að segja sannleikann, ófrýnilegan og ósnyrtan.

Davíð er þyngdar sinnar virði í gulli.

ps. við ættum kannski að taka upp nýja viðmiðun, Davíðsfót í staðinn fyriir gullfót

Flosi Kristjánsson, 18.11.2008 kl. 13:47

3 identicon

....ertu búinn að gleyma öllum góðærisræðum DO? Húrra fyrir þessum og hinum...? (með fangið fullt). Ekki kem ég auga á að þú hafir séð svipað...á blogginu þínu Stefán. Sjáumst í samstöðugöngunni á laugardag.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 14:17

4 Smámynd: Agla

Ég er nýbúin að lesa blogg Björns Ingva Rafnssonar (fjölmiðlamanns) um Hversvegna gerði ekki Seðlabankinn...

Í pistlinum varpaði Björn Ingi fram spurningunum: "Hvað áttu fjölmiðlar að gera?" og "Áttu þeir að rengja það sem Seðlabankinn sagði þeim?"

Hann hefur ekki fylgt þessum spurningu eftir, enn sem komið er, enda var ekki við því að búast. Því miður.

Ég einfaldlega skil ekki í hvaða "heljargreipum" íslenskir fjölmiðlar eru.

Er huganlegt að þeir þeirra túlkun á hlutverki sínu stangist á við "væntingar" okkar notendanna?

Hvers vegna ættu fjölmiðlar ekki að "rengja" svör viðmælenda eða leita svara frá öðru sjónarhorni tengdu viðfangsefni frétttar?

Agla, 18.11.2008 kl. 14:57

5 identicon

Bíddu............hvar var Mogginn?????  þessi rök standast ekki

Jónína (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 15:36

6 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Mér hefur þótt skrýtin umræðan að undanförnu, að fólk vill hengja brunavarnamannin sem sagði að brunavarnirnar væru ekki í lagi, þegar eldur verður síðan laus.

Ragnar Gunnlaugsson, 18.11.2008 kl. 16:52

7 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Fjölmiðlar eiga að rengja alla, hægri og vinstri, en það gera þeir íslensku ekki. Á fjölmiðlum hér - amk. á Mogga - hefur löngum verið landlæg einhver undarleg stimamýkt við ráðandi aðila.

Þetta stafar auðvitað af gamalgrónum tengslum Moggans við Sjálfstæðisflokkinn, og nýmynduðum tengslum hans við auðmenn, sem síðan leiða til óttablandinnar sjálfsritskoðunar almennra blaðamanna. Þeir eru ekki svo heimskir að bíta í hendina sem gefur þeim að borða.

Kristján G. Arngrímsson, 18.11.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband