Ábyrg afstaða Ingibjargar Sólrúnar

Mér finnst ánægjulegt að heyra viðbrögð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur við vangaveltum um kosningar. Afstaða hennar er ábyrg og traust, enda eru næg verkefni framundan og ég tel að umboð ríkisstjórnarinnar til verka á næstu mánuðum sé traust. Hún verður svo að sækja sér umboð þegar þjóðin er komin í var úr mesta ólgusjónum. En í og með tekur Ingibjörg Sólrún pólitíska áhættu með afstöðu, enda hafa margir innan Samfylkingarinnar talað um kosningar fljótlega og vilja greinilega bera sem minnsta ábyrgð í stöðunni og haga sér eins og þeir séu í stjórnarandstöðu.

Mér finnst samt eðlilegt að velta fyrir sér að þeir tveir ráðherrar sem hafa talað opinberlega um kosningar eru þeir sem tæpast standa. Annar hefur verið pólitískt veikur allt kjörtímabilið en þrýst hefur verið á afsögn hins vegna bankahrunsins síðustu vikurnar og aukist sérstaklega síðustu vikuna. Ég velti fyrir mér hvort þessir ráðherrar geti setið áfram, eftir að hafa gengið svo freklega gegn formanni sínum og forsætisráðherranum.

mbl.is Kosningar ekki tímabærar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Hvað er ábyrgðarfullt við það að láta brunaliðið sjá um að slökkva bálið?

Sigurður Ingi Jónsson, 21.11.2008 kl. 12:38

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér finnst eðlilegra að Geir Haarde eigi að taka pokann sinn en hann ber fyrst og fremst ábyrgð á ástandinu sem yfirmaður efnahagsmála.

Sigurjón Þórðarson, 21.11.2008 kl. 13:03

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það hvarflar nú að manni að hér gæti orðið uppstokkun í flokkaskipan á næstunni. Breytingin var ekki mikil þegar Alþýðuflokkurinn breyttist í Samfylkingu og Alþýðubandalag í Vinstri Græna. Þá kunna nokkrir að hafa flutt sig milli fylkinga.

Það er ámóta tilefni núna til slíkrar tilfærslu, og þá væru það þjóðlegir Framsóknarmenn sem gengju til liðs við Vinstri græna. Kantmenn úr Samfylkingu gætu leitað á grænni og umhverfisvænni mið.

 Einnig grunar mann að Ingibjörg Sólrún sé að koma út úr skápnum sem "pragmatískur" stjórnmálamaður, rakinn hægri krati, sem veit að maður þarf stundum að gera fleira en gott þykir þegar unnið er í samsteypustjórn. Það er spurning hvort þessi línudans vinnur henni fleiri fylgismenn hægra megin frá heldur en hún missir frá sér út á vinstri kantinn.

Flosi Kristjánsson, 21.11.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband