Er verkalýðshreyfingin rúin trausti almennings?

Greinilegt er að mesta pressan færðist frá ráðherrum yfir á verkalýðsforingjana á borgarafundi í kvöld, sem var nokkuð fámennari en fundurinn sem var í beinni sjónvarpsútsendingu fyrir hálfum mánuði og var mjög eftirminnilegur að öllu leyti. Nú var fundinum hvorki útvarpað né sjónvarpað og er sennilega til marks um að fjölmiðlar telja mótmælin vera að lognast út af og skipta minna máli, enda fókusinn orðinn annar. Ég skynja ólgu meðal almennings í garð þeirra sem eiga að gæta réttinda almennings.

Sennilega er ekki óvarlegt að tala um að hún sé rúin trausti miðað við fjölda ummæla um hana. Mér fannst reyndar stórmerkilegt að þingfulltrúar á þingi ASÍ valdi frekar að kjósa hagfræðing á kontórnum sem forseta sinn og verkalýðsleiðtoga heldur en margreynda konu úr bransanum í áraraðir, sem hafði verið varaforseti og þekkti verkalýðsbaráttuna af eigin raun úr starfi sínu og félagsþátttöku. Kjaftasagan segir að vinstrimenn hafi ekki treyst henni því hún var til hægri og horfðu framhjár reynslunni.

Sama fólkið, eða altént félagsmenn í verkalýðshreyfingunni, virðast nú vera komnir í allt að því stríð og baráttu gegn forseta sínum. Kannski er þetta fylgifiskur þess að velja ekki reynslujaxla úr verkalýðsbaráttunni til forystu en taka þess í stað kontórista í djobbið. En kannski eru tímarnir aðrir. Þeir tímar eru sennilega liðnir þegar menn eins og Gvendur jaki var í fylkingarbrjósti. Ætli að það hafi ekki orðið þáttaskil þegar hann hvarf af sviðinu. Síðan hefur líka mjög róast yfir þeim sem leiða starfið.

Kannski svíður almenningi meira að verkalýðshreyfingin sé bitlaus frekar en stjórnmálamennirnir. Sé fyrrnefndi hópurinn ekki að standa sig er barátta fjöldans bitlaus. Kannski hefur hún verið það um áraraðir en fólkið sé fyrst að vakna upp við það núna.

mbl.is Hiti í fólki í Háskólabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Eitthvað til í þessu hjá þér Stebbi, þörf ádrepa þarna á verkalýðsforkólfana.  Ég náði nú að kynnast Guðmundi, vann fyrir hans Dagsbrún í nokkur ár & nokkur önnur stéttarfélög í leiðinni, kynntizt því þar annari aðferðafræði innvígður en verið hefur í meintu góðæri undanfarið.

Ástandið er hins vegar ekki þeim að kenna, frekar en forsetanum nú eða þá jólasveininum,  það veist þú jafnvel & ég.

Það er þinnar Valhallar sök, en fólk er reitt & þyrztir í sökudólga.

Steingrímur Helgason, 9.12.2008 kl. 00:40

2 identicon

ERU FORMENN VERKALÝÐS OG LÍFEYRISSJÓÐA ÞEIR SEKU?

Eftir töluverða skoðun hjá mér, þá er mér það ljóst að sakfelling embættismanna er kannski ekki alveg rétt, ef maður skoðar hvernig forkólfar verkalýðs og lífeyris hafa farið með pening völd. Þegar bankarnir tóku að rísa í einkaeign þá var nokkuð ljóst hvaðan raunverulegir peningar komu , þeir komu frá mér og þér semsagt lífeyrissjóðum okkar. Peningar eru völd og valdið er hjá lífeyrissjóðum okkar en þeir hafa sett peninga inní þessar stofnanir banka og verið þar eins og sést stæðstu hlutahafar.Ekki nóg með það, þeir eru í öllum öðrum félögum líka sem hafa verið áberandi í viðskiptalífi okkar. Það sem ég á við er að þessir peningar sem koma úr okkar sjóðum eru raunverulegir peningar semsagt pappír sem vísar í málm. Það var akkúrat það sem vantaði til að geta hafið svona gríðarlega útrás , og eftir það erum við nánst bara að tala um tölur á pappír sem eins og ljóst er að vísa ekki í málm. Sjáanlegt er hverjir hófu þetta það eru forkólfar verkalýðs með lífeyrissjóði okkar að vopni, því til staðfestingar hvernig þetta gengur fyrir sig leynt og ljóst. Lítið dæmi um hótun frá Bónus á sínum tíma , þeir ætluðu að taka fólk sitt úr VR þetta var á þeim tíma þegar það vantaði peninga og viti menn það sloknað jafn fljótt á þessari umræðu eins við var að búast. Mikið að fjármunum hafa runnið til þeirra feðga á undanförnum árum eins og við getum séð í ársreikningum . Hver stjórnar? Það  er góð spurning , en hvað ef það eru lífeyrissjóðirnir sem stjórna því hvergi eru alvöru peningar í umferð nema þar því þeir eru til þar. Allar aðgerðir stjórnvalda miðast við að nota þessa peninga því það er auðveldast og allir eru vinir þarna uppi og ekki þarf að spyrja aðra.Ekki er hægt að sjá með öllu hvernig skuldabréfa eign lífeyrissjóða er en eitt get ég sagt þér þeir þola ekki skoðun. Fyrir hrun bankanna þá voru þessir sjóðir og forkólfar tilbúnir að rétta bankakerfið við en ekki kom til þess sem betur fer, nú á að ná í þessa aura aftur til að rétta atvinnulífið við og þeir ætla líka að aðstoða okkur en bara með því formi að þegar íbúðir okkar eru runnar okkur úr greipum þá eru þessir góðu strákar tilbúnir að leigja okkur aftur. Tel ég því að ef við náum þessari forustu þá er hægt að breyta lífeyriskerfi okkar og stöðva þetta og þá eru völdin úr höndum ríkisstjórnar. Bennt skal á að það tók ekki nema sex virka daga að fá fram kosningu í 28 þúsundmanna félagi. Þetta er fljótasta leið okkar til að brjóta þetta peningavald sem öllu stjórnar. Ég er ekki viss að fólk almennt geri sér grein fyrir þessu og að allt þetta sull hafi byrjað hjá okkur semsagt verkalýðs og lífeyrissjóðum okkar. Ekki er annað að sjá en fallið sé mikið enda var gaman hjá þessu fólki meðan á því stóð. Má það teljast gott ef samanlagt tap allra sjóða okkar er ekki stærra en 400 milljarðar og alltaf erum við að tala um verkalýðs og lífeyrissjóði okkar.

Hversvegna ekki bankaalþýðu því við erum alltaf að lána bönkum landssins sem þýðir að þeir eru bara milliliðir og hverjir eru góðir skuldara það erum við hin almennu sem erum bæði guðhrædd og haldin þrælsótta þannig að lang flest okkar standa í skilum og getum vísað í steinsteypu.. Þessir peningar eru jú okkar og ættu þeir að vera okkur til góðs en ekki til þessa að spila póker daglangt.

lúðvík lúðvíksson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 07:00

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Verkalýðsforustan er rúin trausti og komin á stall með pólitísk kjörnum fulltrúum þessa lands - það þarf að fara að taka til, koma að fólki með ferska vinda sem er ekki bundið í báða fætur af þessum gömlu flokks og bandalaga´fjötrum.

Gísli Foster Hjartarson, 9.12.2008 kl. 10:11

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þessar alhæfingar um verkalýðshreyfinguna sína að þeir sem svona skrifa vita lítið um hvernig hún er uppbyggð og hvernig hún starfar. Það er fjöldi verkalýðsfélaga mjög mismunandi og misfjölmenn. Flest verkalýðsfélög eru fámenn og formenn þeirra með lág laun og í hlutastörfum. Síðan eru þessi verkalýðsfélög í samtökum sem eru mest áberandi svo sem ASÍ en innan þeirra samtaka gríðarlega ólík félög. VR er gríðarlega stórt og fjarri félagsmönnum sínum og hefur alla tíð verið vígi Sjálfstæðisflokksins og formenn þar flokksgæðingar. Síðan spannar þetta alla flóruna niður í félög með nokkra tugi félaga og fólk í hlutastarfi. Siðan erum nokkur samtök opinberra starfsmanna.... BSRB, BHMR, Kennarasambandið og mörg fleiri. Innan BSRB er síðan fjöldi félaga með allt frá 4000 félagmönnum og niður í nokkra tugi. Svo er enn einn kapítulinn stéttarfélög starfsmanna sveitarfélaganna sem flest eru innan BSRB. Svona mætti lengi telja.

Það menn eru að horfa á eru örfáir formenn gríðarlega fjölmennra félaga og heildarsamtaka, ef til vill teljandi á fingrum beggja handa sem hafa há laun... þó er formaður BSRB launalaus og vinnur launalaust fyrir samtökin.

Ég var lengi stjórnarmaður í 1200 manna stéttarfélagi og ég get upplýst það hér að þegar ég hætti í vor sem leið námu árslaun mín fyrir stjórnarsetu í þessu ágæta félagi sem stofnað var árið 1919.... krónum 25.000 á ári fyrir skatt.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.12.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband