Pólitísk þáttaskil í Bandaríkjunum

Barack Obama, Laura og George W. Bush og Michelle Obama
Söguleg þáttaskil verða í Bandaríkjunum innan klukkustundar þegar Barack Hussein Obama sver embættiseið sem 44. forseti Bandaríkjanna. Þetta er mikill hátíðardagur í Bandaríkjunum og mjög skemmtilegt að fylgjast með hátíðarhöldunum í vefsjónvarpi CNN, en mjög er vandað til útsendingarinnar enda embættistakan með þeim sögulegustu í stjórnmálasögu Bandaríkjanna og markar virkileg kaflaskipti og nýtt upphaf, enda fyrsti þeldökki forsetinn að taka við embætti.

Mjög merkilegt að sjá George W. Bush, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, yfirgefa Hvíta húsið í síðasta skipti sem forseti fyrir stundu. Forsetaferill Bush hefur verið mjög sögulegur, hann var forseti þegar Bandaríkin urðu fyrir hryðjuverkaárás, hann stýrði Bandaríkjunum í stríð í Afganistan og Írak og hefur verið einn umdeildasti þjóðhöfðingi Bandaríkjanna á sínum átta árum í Hvíta húsinu. Nú fer þetta umbrotatímabil í sögubækurnar og fróðlegt að sjá hvernig það verði metið.

Ég skrifaði fréttaskýringu um Barack Hussein Obama, 44. forseta Bandaríkjanna, á AMX í dag og fór þar yfir stjórnmálaferil og ævi hans - sigurganga hans er stórmerkileg og sýnir vel að bandaríski draumurinn er vel til staðar.

mbl.is Bush skrifaði miða til Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband