Össur talar niður og upp til Sigmundar

Viðtalið við Össur, þar sem talað er um Framsókn og Sigmund Davíð, er svolítið fyndið. Í öðru orðinu talar ráðherrann upp til Sigmundar, með því að minna hann á ábyrgð sína og hann hafi í raun puttann á takkanum sem heldur ríkisstjórninni gangandi, en í hinu talar hann niður til hans og Framsóknarflokksins. Þetta limbó er óneitanlega ansi fyndið.

Þetta er svona í takt við það þegar ráðherraræðið í Stjórnarráðinu ætlaði að stilla Framsókn upp við vegg um daginn og reyna að tuska þá til með hótunum. Þar fór umhyggjan fyrir þingræðinu fyrir lítið, hjá þeim sem mest höfðu talað um það.

Minnihlutastjórnin hagar sér eins og hún sé meirihlutastjórn sérstaklega í fyrirskipunum í þingstarfinu. Ætli það sé ekki vandinn stóri sem blasir við öllum, ástæðan fyrir því að þessi stjórn er jafn veikburða og raun ber vitni.

mbl.is Sigmundi Davíð boðin sáttahönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband