Manndrápsakstur í umferðinni

Enn og aftur berast fregnir af ökumönnum sem keyra um á manndrápshraða, keyra langt yfir hraðamörk og jafnvel í vímuástandi. Akstur á þessum hraða og við þessar aðstæður flokkast ekki undir neitt annað en hreinan háska, enda eru í senn bæði ökumaðurinn og þeir sem hann mætir í lífshættu vegna þess. Hvað er fólk að hugsa þegar að það keyrir á slíkum hraða eða hvað fer í gegnum huga þess á meðan? Eða sennilega hugsar það auðvitað ekki neitt, þeysir bara áfram hugsunarlaust.

Ætla að vona að við séum ekki komin í biðferli eftir banaslysi, þar sem ökumaður á háskahraða drepur jafnvel fjölda fólks með hugsunarleysi sínu og gerræðislegum ákvörðunum. Það er auðvitað mikið áhyggjuefni hversu alvarleg staðan er í umferðarmálum. Búið er að tala vel og reyndar mjög lengi um að úrbóta sé þörf - taka verði á þessum augljósa vanda. Fara þarf að gera eitthvað meira en bara tala. Auðvitað er það dapurlegt þegar fólk tekur þá ákvörðun að geisast áfram á kolólöglegum hraða og jafnvel í vímu.

Þeir sem keyra svona bera ekki einu sinni virðingu fyrir sjálfu sér og hvað þá þeim sem það mætir á leið sinni. Í sjálfu sér tel ég þetta orðið eitt mesta vandamálið í umferðinni í dag. Engin trygging er fyrir því þegar fólk sest undir stýri og heldur út í umferðina að það mæti ekki fólki undir áhrifum vímugjafa - út úr heiminum í sínu annarlega ástandi.

mbl.is Stefndi inn í íbúðahverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað hafa menn líka að gera við bifreiðar sem ekið geta á ógnarhraða? Það er yfrið nóg að bílar komist upp í hundraðið. Það er samt annað með sjúkrabíla og Svörtu Maríu.

Baldur Hermannsson, 7.4.2009 kl. 12:09

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sftur og aftur berast fregnir að lögreglubílum með sðennufíkn og oft undir áhrifum af sterum Þeta er skandall hvernig lögreglan hafar sér ti að stoppa einn ból. þEg er er ekk að afsaka fólk sem ekur um drukkið eða dópað.

Gerrði þessu útarlegr skil á síðustu færslu. Þá á að rífa alla lögreglumenn ú og reka þá sem tóku þátt í þessum háskakstri. það er ekkert eftirlit með lögreglumönnum.

Spennufíklar, smástrákar oh algjörlega ábyrgðarlausir. Það á að reka hvern einasta lögreglu mann sem tók þá í þessum eltingarleik. 

10 lögreglubílar geta valdið meiri slusum enn einn bjáni sem spennist upp af því eina að sjá lögreglu.

Svo vantar óháð eftirlit með lögreglu, vegna "einkennilegra dauðsfalla í fangaklefum, lögreglubílum og fl. Löghregla er eina fólkið sem kemst  með morð.

Og það eru mörg morð sem þeir hafa á samviskunni, og svo rannsaka þeir sig sjálfir.

Ég hef unnið nógu lengi fyrir lögreglu Svíþjóðar og þar er harðar tekið á svona lögreglupakki. Hafa margir sænskir lögreglumenn misst vinnuna af minna tilefni.

Óskar Arnórsson, 7.4.2009 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband